Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
Lemmata   |   Textatengsl   |   Ordbog β  

Andra rímur, samlestur við Lbs 955 8vo

2. ríma
Óþekktur höfundur
Grundvallartexti
Lbs 955 8vo
1.
Formáli
Mér hefur þegns í þrætu
þann veg bruggað veigin
nenni ég ekki naumu gulls.
næsta synja til fulls

Óskráð
2.
Formáli
Skáldin binda mansöng myrkt
meistarlega er þetta yrkt
sem þeir geyma afmors art
og elsku fengu af nokkurn part

Óskráð
3.
Formáli
En hinum er aldrei fengu frygð
fljóðum af eður neina dygð
kalla ég lát þeir ljúgi frá
logandi ástin brenni þá

Óskráð
4.
Formáli
Mun ég þar ekki minnast á
mansöng hverf ég öllum frá
hvað ég fékk af hringa bil
hafi það hver fyrir satt er vil.

Óskráð
5.
Formáli
Vanda ég ekki vísum hátt
verða fölsuð kvæðin þrátt
gef ég ei um ef gaman er í
glöggt þótt meistarar finni því.

Óskráð
6.
Ríman
Ríma hin fyrri reiknar það
rekka sveit Andri bað
svinnrar frúr og sætu feður
Svanhvít fann og talaði meður.

Óskráð
7.
Ríman
Bæði greinir bónorðs för
brúði hann og stillis svör
Fófnis svaraði falda lín
frétt hefi áður af biðli mín.

Óskráð
8.
Ríman
Vort er ráð í voða statt
víslega segi ég kóngi satt
þó þú berjist við þennan jarl
þá er þér ráðið dauðans fall

Óskráð
9.
Ríman
Því næst leikur um landið allt
logandi stríð og járnið kalt
helst til gjalda margir mín
mun oss jarlinn taka til sín

Óskráð
10.
Ríman
Fyrr vil ég en feld öll
fylkis þjóð undir bölvuð tröll
þú játir Andra mig
ekki mun hann þá var um sig.

Óskráð
11.
Ríman
Far þú sjálfur finna hann
fylkir skjótt við tíunda mann
herskap öngvan haf með þér
heilsu ber þú jarli af mér.

Óskráð
12.
Ríman
Viturlega seg þú vísir þá
ef vill hann oss með æru
það er von bæði bæn og þín
brúðhlaup drekki hann hér til mín

Óskráð
13.
Ríman
Sef ég ei fyrri armi á
undra manns en veislan sjá
setin er hér mér sæmd og kurt
síðan flytji hann oss á burt

Óskráð
14.
Ríman
Þessi bæn ef þiggjum vér
þá skal Andra festar mær
heita þegar hilmir vill
hvað er oss verði ráða til

Óskráð
15.
Ríman
Eigi skemur en ellefu nætur
orlof þú stillir mætur
þér búist svo Andra við
virðar haldi sætt og grið

Óskráð
16.
Ríman
Kærlega síðan bræðrum bjóð
buðlung heim með sína þjóð
skíran drekki hann skúrnar foss
skal þá jarlinn tala við oss

Óskráð
17.
Ríman
Herrann svaraði hringa lín
hvort er þetta alvara þín
binda þig við bölvað tröll
brenni upp fyrri jörðin öll

Óskráð
18.
Ríman
Væri betra kvað veiga
yrði ég sprengd af harmi og þrá
þér færist og ferðin öll
faðmi ég einn veg þetta tröll

Óskráð
19.
Ríman
Annað segi ég þengill þér
það mun hamingjan veita mér
aldrei nýtur Andri vor
oss er ljúfara dauðans fár

Óskráð
20.
Ríman
Hilmir skaltu hlýða um stund
hvað mér býr í sinnu grund
ef þarfnast ekki þetta ráð
þá er mér horfin gifta og náð.

Óskráð
21.
Ríman
Hjarranda spyr ég heita þann
hvergi leit ég frægri mann
austur fyrir elfi ræður
ýtum gefur hann báruglæður.

Óskráð
22.
Ríman
Jarl er bæði mildur og merkur
mikill og vænn sem geysi sterkur
harla friður og hermannlegur
honum brast aldrei í rómu sigur.

Óskráð
23.
Ríman
Svo er hann vitur vífið
varla yður þar segja í frá
sér hann allt sitt seggja val
sannlega allt hve ganga skal

Óskráð
24.
Ríman
Fjóra segi ég hann arfa á
alla kann ég greina þá
Hárekur er þar hölda mestur
en Hrómund prýðir sóminn flestur.

Óskráð
25.
Ríman
Herrauð nefni ég hlýrum meður
hrafn á blóði jafnan seður
Högni er síst við hölda skap
honum er hvorki um fuss gap.

Óskráð
26.
Ríman
Undra stór er örfa bjóður
ekki dæll en jafnan hljóður
engin veit hans afl mátt
elda skálann byggir þrátt.

Óskráð
27.
Ríman
Þann veg hefur mér hugur um það
hilmir sagt er vífið kvað
annað hvort eður engi hann
oss mun frelsa þessi mann.

Óskráð
28.
Ríman
Háreks gengur hófi úr
harðlegt fors og verkin stór
hilmir læt ég heyra þig
honum þykir ekki jafnt við sig.

Óskráð
29.
Ríman
Halnum fylgja hlýrar tveir
hreysti fremja jafnan þeir
bæði er maðurinn mikill og vænn
mektar gjarn og hildi kænn.

Óskráð
30.
Ríman
Hárek frétti fyrr til vor
furðu lést þá drengurinn knár
fús spenna spjalda skorð
spurði hann gjörvöll Helga orð.

Óskráð
31.
Ríman
Stála þollur hefur strengs þess heit
sterkur fara í eftir leit
bróður minn berjast við
buðlungsson son með jafn margt lið.

Óskráð
32.
Ríman
Einn hefur bræðra brúði fest
bragnar leyfa Herrauð mest
hersis jóð í Hvítings ey
hún er rétt hin vænsta mey.

Óskráð
33.
Ríman
Faðir minn hef ég einn finnskan mann
fengið til við sendum hann
harla skjótt á Háreks fund
halur kveðst búinn í samri stund.

Óskráð
34.
Ríman
Björtum skrifa þú bréfum á
bón orð vort segir hringa
Hárek bjóð þú hauður og lið
ef hann vill Andra berjast við.

Óskráð
35.
Ríman
Andra skulu þér ekki þá
illsku mætti segja frá
harla kenni ég Háreks lund
hann mun vilja frelsa sprund.

Óskráð
36.
Ríman
Þá munu bræður bregða við
og brynja sitt hið sterka lið
hingað koma með herlið margt
Háreks brjóst er yfrið snart.

Óskráð
37.
Ríman
Þaðan skal finnurinn fara sem
fljótlega bæði um lönd og sjá
austur þegar á jarlsins fund
ekki mun það forlöng stund.

Óskráð
38.
Ríman
Hjarranda skaltu segja satt
sinna niðja um ætlan snart
öll tíðindin oss í frá,
ekki mun hann þá frýnn sjá.

Óskráð
39.
Ríman
Þar mun Högni nokkur nær
er það sýnt hvað ætlum vér
hitt býr meir í hugsan mín
hann mun leita bræðra sín.

Óskráð
40.
Ríman
Sitji þá jarlinn jafnt sem áður
jöfur og verði þeygi bráður.
þá er mín horfin hamingju von
heita verð ég Andra kvon.

Óskráð
41.
Ríman
Flýt þér aftur finnurinn heim
er fengið hefur þú orð af þeim
hirt það glöggt í hugsan þín
hvað þeir feðgar tala til mín.

Óskráð
42.
Ríman
Þetta gjörist finnurinn fór
fljóðs á burt með erindin stór
skjöldung vill til skeiða
skýr sem mælti hringa ná.

Óskráð
43.
Ríman
Öðling hitti eina búð
inni drakk þar hirðin prúð
kom fyrir Andra og kvaddi hann
kempan heilsar stillir þann.

Óskráð
44.
Ríman
Andri svaraði yfrið blítt
ekki margt er herlið þitt
öll skal lúta þjóðin þér
ef þú vilt Svanhvít gifta mér.

Óskráð
45.
Ríman
Því kom ég sjálfur hilmir hér
hennar kveðju ber ég þér
fyrir skömmu talaði ég vífið viður
vill hún gjarna hallist friður.

Óskráð
46.
Ríman
Einkanlega bað auðgrund mig
ekki rjóða stál við þig
víslega báðum vífið ann
vill hún hvorngi feigan mann.

Óskráð
47.
Ríman
Fram bar öll þau fylkir orð
er fríðust mælti bauga skorð
ei þarf tvisvar inna það
Andri festir fljóð í stað.

Óskráð
48.
Ríman
Öll skal hennar bænin blíð
bráðlega veitt á hverri tíð
vilji mér unna ítrust snót
ekki læt ég henni í mót.

Óskráð
49.
Ríman
Hér skal ég drekka þengill við
þessa stund og allt mitt lið
traustar bindum tryggðir vér
ef tælir oss ekki hin bjarta mær.

Óskráð
50.
Ríman
Andri tók við festum fljótt
friður var gjör með allri drótt
því næst gengur þengill burt
þegar er það svo víða spurt.

Óskráð
51.
Ríman
Annan dag í öðlings höll
Andri gengur og hirð hans öll
Svanhvít drakk hjá seggjum
sáu þeir aldrei vænni frú.

Óskráð
52.
Ríman
Æ var hún við Andra blíð
enginn fann á brúði stríð
skenkt hún honum hið skíra vín
skemmti hann sér við bauga lín.

Óskráð
53.
Ríman
Þar nam bíða þrettán nætur
þá gaf Andri fæstu gætur
svo var hann af ástum óður
einskis gáði hjörva rjóður.

Óskráð
54.
Ríman
skal segja af ferðum Finns
full vel honum slíku vinnst
þurfti hann hvorki far fley
hann fann þá bræður í Hvítings ey.

Óskráð
55.
Ríman
Hárek kvaddi og bréfið bar
birt er honum í letri þar
sannlega allt það sagðist fyrr
seggurinn þoldi varla kyrr.

Óskráð
56.
Ríman
Hárek talar með hlýra sinn
hefur það kóngurinn skrifað til mín
stoltar frú sem láð og land
leggja býður hann oss í hand.

Óskráð
57.
Ríman
Það er mér sýnt hamingjan hrein
hún heiðrar oss í hverri grein
buðlungs dóttir býðst oss
er bragnar kalla vænsta nú.

Óskráð
58.
Ríman
Ég skal frelsa hið fagra víf
fyrr en hennar hið unga líf
liggi á svörtum Andra arm
ekki ég vita þann harm.

Óskráð
59.
Ríman
Skatnar taki hinn skyggða brand
skulu vér norður á Háloga land
sigla þegar og sækja fljóð
og seðja af dreyra Fenris jóð.

Óskráð
60.
Ríman
Enginn bræðra mælti í mót
víst var þeirra lundin fljót
fyrðar stigu á flæðar dýr
og fengu þegar hinn besta byr.

Óskráð
61.
Ríman
Seglin blika í stormi stór
stytti voð um siglu jór
ægis strauk hin bjarta brún
bragnar settu við hún

Óskráð
62.
Ríman
Hárek talar við hreysti menn
herðið reiðann allir senn
sviftið aldrei seglum af
sökkvi fyrri skeiður í kaf.

Óskráð
63.
Ríman
Kappar sigla kólgu grand
koma þeir norður á Háloga land
lögðu kóngs í ljósa hafn
lýðir festu dælu hrafn.

Óskráð
64.
Ríman
Stoltar herinn ströndu á
sterkar búðir reisa þá
bræður til hallar heim
og höldar níu er fylgdu þeim.

Óskráð
65.
Ríman
Andri þar með ýtum drekkur
ekki varð hann flestum þekkur
hirðin lítur hölda tólf
er hallar stigu á vænlegt gólf.

Óskráð
66.
Ríman
Hárek gekk fyrir hilmir þá
heilsar Loga og mælti svo
dögling gift mér dóttur þín
dýra elska ég auðar lín.

Óskráð
67.
Ríman
Vísir svaraði varla strítt
veit ég Hárek erindið þitt
frú er öðrum fyrri jáð
frestast munu því þessi ráð.

Óskráð
68.
Ríman
Hárek svarar hirðum vér
hilmir lítt um festar þær
það var yðvart bleyðu bragð
binda hana við þvílíkt flagð.

Óskráð
69.
Ríman
Berjumst fyrr á beslu hest
bragna sveit af kappi mest
en svo ferlegt feikna tröll
faðmi dygðug menja þöll.

Óskráð
70.
Ríman
Andri þótti þrútna við
þessi orð af jarlsins nið
heyra mátti Hárek þá
hann hleypir brún og mælti svo.

Óskráð
71.
Ríman
Hvert er þetta grálegt grey
er gabbar vora festar mey
djarfara ég ei dálegt fól
deyja skal fyrir þriðju sól.

Óskráð
72.
Ríman
Hárek talaði hreysti viður
heyr þú hinn ljóti gýgjar niður
þig skal ég senda á Satans fund
svartari leit ég öngvan hund.

Óskráð
73.
Ríman
Þegar lýsir loft og hrund
leikum Dvalins á morgunstund
kom þá fram á víðan völl
við skulum rjóða hlífar tröll

Óskráð
74.
Ríman
Seggir munu fyrir silki lind
seðja af blóði Fenris kind
Herra Logi og hringa skorð
halda skulu sín gjörvöll orð.

Óskráð
75.
Ríman
Andri skellur upp og hlær
ætla ég rétt hann ær
branda leik og beiskan styr
bjóða þorði oss enginn fyrr.

Óskráð
76.
Ríman
Hárek gekk úr höllu burt
hafa kveðst engi rekka spurt
fyrri slíkan frægðar mann
ferðin gjörvöll lofaði hann.

Óskráð
77.
Ríman
Synir Hjarranda sína drótt
sannlega létu vopnast skjótt
herinn býst við hrumþvengs land
Högna sveip og fránan brand.

Óskráð
78.
Ríman
Bræður fylkja á fagra grund
fríðu liði um morgun stund
vænni mátti ei virða sjá
víst ef hamingjan styddi þá.

Óskráð
79.
Ríman
Andri tekur í eggja þey
orlof sinnar festar mey
fylgjast þessi feikna þjóð
fram á völl þar herinn stóð.

Óskráð
80.
Ríman
Býst þá jarl í branda göll
brynjum skýrðist hirðin öll
þessi er flokkurinn furðu strangur
á flesta kom þá berserks gangur.

Óskráð
81.
Niðurlag
Andra lið með ópi fram
æðir þegar í skjalda glamm
síst var rótt um rekka þá
ríman falli þann veg sjá.

Óskráð

Andra rímur, 2. ríma