Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
Lemmata   |   Textatengsl   |   Ordbog β  

Andra rímur, samlestur við AM 146 a 8vo (F²)

8. ríma
Óþekktur höfundur
Grundvallartexti
AM 146 a 8vo (F²)
1.
Formáli
Veitti ég fyrri verknað minn
víf beiðni þinni
enn skal drótt í annað sinn
ýtar leggi í minni.

Óskráð
2.
Ríman
Högna frá ég á hafnar þær
og herinn lögðu teitir
sem stendur en sterki bær
staður er Nóatún heitir.

Óskráð
3.
Ríman
Seggir fella seglin þunn
sauðungs prýdd með orði
flein var skotið í fagran grunn
og felldu streng af borði.

Óskráð
4.
Ríman
Högni lætur húfa grand
hreinu pelli tjalda
fannst þá engi fyrða hand
fegra skrauti valda

Óskráð
5.
Ríman
Þegar leiftur á langan við
leiðir geisla bjarta
Högni gekk á land með lið
lék honum grimmd í hjarta.

Óskráð
6.
Ríman
Stoltar frá ég staðnum nær
stóðu Helga búðir
vaktarar margir voru um þær
og virðar harla prúðir.

Óskráð
7.
Ríman
Hvatlega biður þá hrausta þjóð
Högni stöðvast alla
meðan hann gengur randa rjóð
ríkan við spjalla.

Óskráð
8.
Ríman
Báðir fylgdust barmar tveir
bilar þá ekki hjarta
Hernit spennir hvassan geir
og hulinn með stálið bjarta.

Óskráð
9.
Ríman
Ganga þeir í glæsta búð
garpar treysta afli
Helga drakk þar hirðin prúð
en hann lék sjálfur tafli.

Óskráð
10.
Ríman
Seggir fyrir sikling þann
sæmdar orðum gleðja
varla sáu þeir vænni mann
varg á tafni seðja.

Óskráð
11.
Ríman
Þegar Helgi Högna
honum stóð upp á móti
bauð með heiðri Hrumþvengs
hulda hvítings grjóti.

Óskráð
12.
Ríman
Hirði ég ekki um hilmis boð
Högni talar af móði
þig fljótt í fleina roð
og fyllum varg á blóði.

Óskráð
13.
Ríman
Heldur vil ég kvað Helgi af mér
en höggum við þig skipta
föður leifð mína frelsa þér
og frúna Svanhvít gifta.

Óskráð
14.
Ríman
Fyrir svo litlu frétti ég
frægð til yðvar sanna
fjóra jarla felldir þú
og fimm þúshundruð manna.

Óskráð
15.
Ríman
Virðið ei til ergi mér
eyðir frænings heiða
bræðra lag vil ég bjóða þér
bragna fjöld og skeiða.

Óskráð
16.
Ríman
Högni biður ei þrífast þann
er þiggur hann kosti neina
þitt skal höggvið heila rann
ef hamingjan vill ei meina.

Óskráð
17.
Ríman
Háreks fall er minnugt mér
ég það Svanhvít kenna
það skal ég Helgi hefna á þér
hana mátti ég ei brenna.

Óskráð
18.
Ríman
Þigg ég hvorki lýð land
lauka Gefni bjarta
vertu búinn brjóta rand
ef bilar þig ekki hjarta.

Óskráð
19.
Ríman
Helgi talar með hófi enn
heimskan þar kenna
ég veit þá öngva veraldar menn
vilji ég undan renna.

Óskráð
20.
Ríman
Þér mun ég Högni hólmi á
harla standa nærri
kappinn legg þú af kylfu þá
vér köllum jötna færi.

Óskráð
21.
Ríman
Vekjum með brandi fleina foss
kvað fleygir nöðru grunda
vil ég ei láta lurkum oss
lemja í hel sem hunda.

Óskráð
22.
Ríman
Mætumst tveir morgni dags
meiðir fofnis slóða
megum þá hvassan hrævar lax
í heitum dreyra rjóða.

Óskráð
23.
Ríman
Hólmgangan var höldum
hreinni sett á grundu
þetta spyrst um borg og
brátt í samri stundu.

Óskráð
24.
Ríman
Agnar nefni ég auðar Njörð
æ gekk Helga hið næsta
var fæddur á svenskri jörð
sundrar hjálma og glæsta.

Óskráð
25.
Ríman
Hann var sterkur og geysi gildur.
góðar gerðar átti
þannig talaði þegninn mildur
svo þjóðin heyra mátti.

Óskráð
26.
Ríman
Það er mér stríð standa hjá
ef stækkast fleina fundir
ég það ekki í sessi sjá
svíði Helga undir.

Óskráð
27.
Ríman
Heldur vil ég við Högna bræður
hreysti fremja mína
Hernit svaraði höldum skæður
heyri ég fólsku þína.

Óskráð
28.
Ríman
Við skulum tveir á grænni grund
Gugnis drífu heyja
mun ég það veita vella lund
ef viltu á morgun deyja.

Óskráð
29.
Ríman
Herrauð segir hann skal við
hildi vekja stríða
Tartara kóngs hinn trausta nið
áður tvær uns nætur líða.

Óskráð
30.
Ríman
Innt er Högna erindi þá
ýtar burtu ganga
skjótlega vill til skeiða
skatna sveitin stranga.

Óskráð
31.
Ríman
Herrauð sendi Menelás menn
milldingssyni bjóða
fyrða ræðu frétti enn
og Fjölnis eld rjóða.

Óskráð
32.
Ríman
Kóngssyni þótti kynja hátt
kappa ofsinn geisa
þó lést harðan hjörva þátt
hvergi bila reisa.

Óskráð
33.
Ríman
Þegar morgni stjórnan stár
stáli klæðist mengi
Högni fyrstur á hólminn gár
hvatar með sína drengi.

Óskráð
34.
Ríman
Helga sást hin fræga ferð
foldar sveipi óma
skatnar báru skjöld og sverð
skreyttir öglis ljóma.

Óskráð
35.
Ríman
Tartarar fylkja á grænni grund
gall í horni tómu
lands menn seldu laufa fund
letjast aldrei í rómu.

Óskráð
36.
Ríman
Þeim skal greina fyrðum frá
er fyrstir sættir rjúfa
Hernit skoraði Agnar á
Óðins refla kljúfa.

Óskráð
37.
Ríman
Rekkar gengu á rauðan feld
randir tóku knýja
hjörtun gjörðust heiftar svelld
höggva er skammt frýja.

Óskráð
38.
Ríman
Gullu rítur en sungu sverð
sótti örn hildi
oft á loft kom eggin herð
oddurinn brast í skildi.

Óskráð
39.
Ríman
Drengir lengi darra fund
djarflega sóttu þenna
lagaði blóð úr breiðri und
báðir sárra kenna.

Óskráð
40.
Ríman
Garpar magna hrotta hregg
hrumnings þiljur stukku
skýfði rönd hin skyggða egg
skilfings feldar hrukku.

Óskráð
41.
Ríman
Agnar hjó með afli svo
ofan í hjálminn fríða
hallar blóm í hlutana tvo
hann nam sundur sníða.

Óskráð
42.
Ríman
Hernits sundur hringan brast
hrumnings prýdd með pelli
dundi blóð úr benjum fast
en brandurinn stóð í velli.

Óskráð
43.
Ríman
Hernit skaut sér skildi frá
skýrum gekk þegni
hann höggur ofan í hjálminn blá
hart af öllu megni.

Óskráð
44.
Ríman
Hildi grimm og heila rann
hjörinn sundur skipti
brjóst og hlífar brandurinn hann
bráðlega sundur skipti.

Óskráð
45.
Ríman
Agnar féll en þannig þraut
þundar élið stranga
Hernit sást af hólmi í braut
harla bleikur ganga.

Óskráð
46.
Ríman
Hjá sínum mönnum settist niður
seima brjótur á grundu
drengjum sýndist darra viður
dauður í samri stundu.

Óskráð
47.
Ríman
Ferðin lítur á fiska leið
fljúga orma tiggja
gjörði þangað grettir leið
er gram dauðan liggja.

Óskráð
48.
Ríman
Hernits lík í harðar klær
hann gat sér spenna
flaug í burt en flestum nær
firna þótti kenna.

Óskráð
49.
Ríman
Því næst frá ég hólminn á
Helga ganga hinn prúða
hulinn var allur hilmir
með hreinum fófnis skrúða.

Óskráð
50.
Ríman
Högni hinn sterki honum kom mót
höggva er skammt bíða
þar var grimmilegt geira hót
er garpar tóku stríða.

Óskráð
51.
Ríman
Bragnar hjuggust bröndum títt
báru grimmleik sannan
hlífar geymdu holdið frítt
hvorgi sparaði annan.

Óskráð
52.
Ríman
Seggir þannig sóttust geyst
síst við rómu hlífast
sem þau eru ljónin leyst
lengi í sundur rífast.

Óskráð
53.
Ríman
Leiðist hvors af ljósri önd
leiftrið jörðu seldi
bæsings eggin ber við rönd
björtum skiptir eldi.

Óskráð
54.
Ríman
Var svo fimur við fleina skúr
fylkirs arfi hinn gildi
báðum höndum brandi úr
hann beitti jafnt sem vildi.

Óskráð
55.
Ríman
Skildi og sverði skipti hann oft
skjóma brjótur með höndum
hann hóf sig jafnan hátt í loft
en hjörinn gall í röndum.

Óskráð
56.
Ríman
Hvert það sinn herinn
Högna vega með brandi
rekkum þótti ráðinn þá
ræsisson son frá landi.

Óskráð
57.
Ríman
Svo eru Högna höggin stór
Helga bani það væri
stórlega öll nema stála þór
sterklega af sér bæri.

Óskráð
58.
Ríman
Hjálm og brynju Helga á
hvorki bíta mátti
meiðsla þungur er mækir
mætur er jarlsson átti.

Óskráð
59.
Ríman
Hringu þá sem Högni bar
hrottinn sundrar alla
sverðið aldrei skyrtu skar
skeindist hann því varla.

Óskráð
60.
Ríman
Yggjar sveip þann Álfurinn gaf
álma rjóð hinum hvíta
Helga stökk svo hjörinn af
hann mátti ekki bíta.

Óskráð
61.
Ríman
Fengu engin seggir sár
en sóttust þó með æði
beisklega taka við branda fár
en báða sækir mæði.

Óskráð
62.
Ríman
Svo tel ég við fleina fund
fylkirs arfa berjast
Högni þurfti kóngsins kund
kappi öllu verjast

Óskráð
63.
Ríman
Mælti hinn er mestri veldur
makt af fleina þingi
viltu kóngsson hvílast heldur
en halur af mæði springa.

Óskráð
64.
Ríman
Lét sér Helgi líka um stund
láta mæði renna
þeir settust niður á græna grund
garpar hvíldar kenna.

Óskráð
65.
Ríman
Helgi segir Högni kann
höggva stórt með brandi
fann ég öngvan frægri mann
fyrr á sjó landi.

Óskráð
66.
Ríman
Orku skortir oss við þig
ertu tröll mætti
seggurinn aldrei sigrar mig
í sverða snörpum þætti

Óskráð
67.
Ríman
Býð ég enn binda trú
en bregðum hjörva galdri
eignist skeiður og skornings brú
og skiljum síðan aldrei.

Óskráð
68.
Ríman
Högni segir mæla
meir boðið en jafni
göfgri hét ég því gulllaðs
gjöra þig vargs tafni.

Óskráð
69.
Ríman
þó enginn um haf hauður
Helgi yfir þig vinni
annar hvor skal okkar dauður
áður en rómu linni.

Óskráð
70.
Ríman
Reynist síst um randa far
rekka þrútnar æði
berum við engi af sverðum sár
en sækjumst þó til mæði

Óskráð
71.
Ríman
Helgi leggjum hlífar niður
hjálm og brynju bjarta
ef þér dýrlegt dára viður
dugir til karlmanns hjarta.

Óskráð
72.
Ríman
Kóngsson svarar af kappi reiður
og kastar hlifum sínum
láta muntu líf og heiður
af ljótum ofsa þínum.

Óskráð
73.
Ríman
Skjótlega far þú skyrtu af
stýfir sterkra branda
fyrri þeirri er faðir þinn gaf
og fleinar aldrei granda.

Óskráð
74.
Ríman
Hlæjandi svaraði Högni
hann réð sig skyrtu fletta
vissi ég ei værer þú
vísir fróður um þetta

Óskráð
75.
Ríman
Hvíldir rekkar hlaupa á fætur
hvor mót öðrum renndi
skein þá bragna brandurinn mætur
báðum þeim í hendi.

Óskráð
76.
Ríman
var hildur af höldum tveim
hafin í öðru sinni
varla fer svo vítt um heim
virðar slíka finni.

Óskráð
77.
Ríman
Hvorgi sparaði orku af
æ sem tíðast höggva
arnar börnum átu gaf
en undir völlu döggva.

Óskráð
78.
Ríman
Virðar hlífa vættki sér
og vega með höndum báðum
engin hlífin ýta ber
æ tók hold við bröndum.

Óskráð
79.
Ríman
Það engi þegna kind
þeirra fyrir á fundi
hvor seggur í sverða vind
sigurinn vinna mundi.

Óskráð
80.
Ríman
Hvorgi gáði um holdið frítt
halur við rómu snarpa
laufinn sást á lofti títt
en lagaði blóð um garpa.

Óskráð
81.
Ríman
Hestar rjóða gríðar góm
gráir við blóðið heita
hratt sleit gemlir hold úr klóm
en hrafn drakk unda sveita.

Óskráð
82.
Ríman
Báðir flöktu af sárum sundur
svo nam dagur líða
þegnum sýndist þetta undur
og þann veg lengi stríða.

Óskráð
83.
Ríman
Fetla sneið hinn fráni ormur
fyrða hold og klæði
ógurlegur var stála stormur
stundi und af mæði

Óskráð
84.
Ríman
Hvorugan lysti hraustan dreng
hvíldar annan biðja
báðum hélt við hjartans spreng
í hörðu éli þriðja

Óskráð
85.
Ríman
Hvergi varð á höggum hlé
hölda sigrar mæði
bragnar féllu á bæði kné
og börðust þó með æði

Óskráð
86.
Ríman
Varla geta þá vaskir menn
valdið unda nöðrum
klénum brandi kasta senn
kappinn hvor öðrum.

Óskráð
87.
Ríman
Svo kom loks við fleina fund
falla báðir kenna
drengja senn af djúpri und
dreyra lækir renna.

Óskráð
88.
Ríman
Jafna kalla öldin öll
afreks garpa slíka
seggir ei í heimsins höll
séð hafa drengi slíka.

Óskráð
89.
Ríman
Högni féll en hrotta fjúk
höldar þannig sefja
seggir gjörðu hans sára búk
í silki dúk vefja.

Óskráð
90.
Ríman
Þegar með hreysti Herrauð
Helga á grundu falla
rauðan skjöld hóf rekkinn á
ræsis kund hin snjalla.

Óskráð
91.
Ríman
Dauðan sagði hann darra gaut
en drengi lætur báða
Herrauð bera af hólmi í braut
hann varð slíku ráða.

Óskráð
92.
Ríman
Háleysk þjóð gekk Helga öll
Herrauðs merki undir
fylkja liði á fagran völl
en fast gall lúður um stundir.

Óskráð
93.
Niðurlag
Buðlungs sveitin Böðvars verk
bilaði ekki stríða
hér mun durnis dreggin sterk
drengs úr minni líða.

Óskráð

Andra rímur, 8. ríma