Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
Lemmata   |   Textatengsl   |   Ordbog β  

Andra rímur, samlestur við AM 129 8vo (129)

10. ríma
Óþekktur höfundur
Grundvallartexti
AM 129 8vo (129)
1.
Formáli
Austur um flaustur af orða grund
enn skal renna Boðnar sund
þýðri býð ég hringa hrund
hljóði þjóð um eina stund.

Óskráð
2.
Formáli
Mildi vildi menja þöll
minnast hinn er skemmtan öll
enduð vendi af hyggju höll
hryggðin byggði sinnu völl.

Óskráð
3.
Formáli
Ljósri drós í lindar stað
lagði flagða vindi
greina steina gladdi það
grafnings hafnar lilju blað.

Óskráð
4.
Formáli
Hver er verri harmur en
hann ef ann og missir þá
vella þellu er yndi á
öllum pöllum standa má.

Óskráð
5.
Formáli
En móti fljótast maðurinn tekur
móst og þjóst sem harmurinn frekur
hjartans parta þrautum þekur
þannig hann sem fari þá sekur.

Óskráð
6.
Formáli
Heimur og beimar hata með styggð
hann og sannar þetta lygð
mundi stunda á fljóð frygð
fyrr og spyr hvar þín dygð.

Óskráð
7.
Formáli
Glósan ljósan skal Boðnar blands
bjóðast tróðu nöðru sands
fljóðið rjóða sér til sanns
sútar klúta hins hryggva manns.

Óskráð
8.
Ríman
Áður er tjáð hvað álfsins höll
umdi og glumdi skemmtan öll
ýtar býta brunna völl
blíð og fríð drakk hirðin snjöll.

Óskráð
9.
Ríman
Helga tekur batna brátt
bjóðast gróður en vaxa mátt
rétt og frétt bað hilmir hrátt
Herrauð bera úr randa þrátt.

Óskráð
10.
Ríman
Herrauð sver Högna fall
hart er vart við þeirra spjall
Helgi fellur í fæðu hall
fangar angur er reiðin svall.

Óskráð
11.
Ríman
Heiðurinn leið kvað hilmir
hæst væri næsta giftin
Högni brögnum holla trú
hefði gefið og keypta frú.

Óskráð
12.
Ríman
Hann vann sigur sem hver mann tér
og hefur oss gefið líf af sér
hamingjan frá var horfin mér
Herrauð ber þú gift með þér.

Óskráð
13.
Ríman
Herrauð fer og Högna fann
halurinn talar við listar mann
fyrr og spyr Helga hann
hver snerru sigurinn vann.

Óskráð
14.
Ríman
Hlýra dýrum Herrauð þá
hildi vildi segja frá
Helgi tel ég hólmi á
hneig og feigur í dreyra lá.

Óskráð
15.
Ríman
Elda fellduð ýtran kund
ægis frægan niður grund
ýtar nýtir ykkarn fund
inna og minnast alla stund.

Óskráð
16.
Ríman
Högni sögn af Herrauð skil
hann og þannig svarar til
fengum engi frægðar bil
fíkinn slík ég kennast vil.

Óskráð
17.
Ríman
Frægðar nægð fylkir vann
frómi og sómi studdi hann
engi drengur á foldu fann
forðum orðinn æðra mann.

Óskráð
18.
Ríman
Sannan vann hann sigur í kíf
sverða verður ei meiri dríf
bróðir stóð fyrir buðlungs líf
bæði og náði minnast kíf.

Óskráð
19.
Ríman
Þú hést og lést við Loga svo dátt
lengja og tengja okkra sátt
skil hilmir hugðir flátt
hvar er frami þinn dygð svo brátt.

Óskráð
20.
Ríman
Herrauð ber því Högna fann
hjartað snart af reiði brann
rétta frétt fyrir mæta mann
mildur og vildi gleðja hann.

Óskráð
21.
Ríman
Hátt nam votta Helgi er þá
hraustur traustur lífi á
hraðan og glaðan kveðst Högni sjá
hilding vildi þegar hann má.

Óskráð
22.
Ríman
Efna og stefna þegnar þing
þjóðin stóð saman í hring
lýðir prýða linna bing
listur og tvistur var her um kring.

Óskráð
23.
Ríman
Heiðir leiðir Helga þá
hölda fjöld sem heyrast
bragna fagna sikling sjá
síðan blíðir heilsar á.

Óskráð
24.
Ríman
Glæsta næst garpa drótt
ganga þangað harla fljótt
Högni brögnum skipaði skjótt
skýr og dýr lét ferðin hljótt.

Óskráð
25.
Ríman
Kóngsson þegar kappann leit
kvaddi en gladdi lýða sveit
laut með skrauti og hæversk heit
hinn það finnur er sóma veit.

Óskráð
26.
Ríman
Gramsson framur með gleðinnar plag
gekk rekk og sæmdar slag
blíðir fríðir bræðra lag
bundust undir þennan dag.

Óskráð
27.
Ríman
Tartara hratt við tiggja kund
treysta hreysti sættar fund
seggir leggja samri stund
síðan fríðan Herrauð und.

Óskráð
28.
Ríman
Láð sem náð og löndin þrenn
ljósar drósir tvær í senn
sviptir skiptir sverða enn
snarlega þar við frægðar menn.

Óskráð
29.
Ríman
Elnar Helga elsku band
auð og rauðan nöðru sand
segir hann þegar í halla hand
hálft og sjálft með Tartara land.

Óskráð
30.
Ríman
Svanhvít mun með sæmdar ráð
síðan fríðum Högna jáð
halurinn skal fyrir háleyskt láð
herja og verja frú með dáð.

Óskráð
31.
Ríman
Hratt og satt var hölda spjall
Herrauð gera þeir Elvar jarl
lofið hann oftar kona sem kall
kærast nær um álfsins hall.

Óskráð
32.
Ríman
Ítrust slítur þingi þá
þjóðin fríð sem heyrast
Herrauð ber fyrir hölda þá
hann vill þannig skiljast frá.

Óskráð
33.
Ríman
Skýrir hlýrir skiljast blítt
skeiður og heiður og silfrið hvítt
Herrauð ber af fundi frítt
fljótt og skjótt býr herlið sitt.

Óskráð
34.
Ríman
Vundu á sundi voðir hátt
veðrin gleðja rekka brátt
aldan faldan furðu smátt
festar hestar runnu þrátt.

Óskráð
35.
Ríman
Herinn ber Hvítings ey
hart og snart steinda fley
fann hann sína festarmey
fríða og blíða af sorgum þrey.

Óskráð
36.
Ríman
Eldar heldur á Elfar hauður
unnar runnum flótta trauður
Hjarranda var horfinn auður
hann er löngu sagður dauður.

Óskráð
37.
Ríman
Herrauð er yfir Elfar grund
alla jarl um langa stund
dýrum snýr hann Fjölnis fund
fljóðin hljóði Boðnar sund.

Óskráð
38.
Ríman
Högna mögnuð hirð og snjöll
Helga telst þjónar öll
rekkar drekka í dýrri höll
drengir fengu grafnings völl.

Óskráð
39.
Ríman
Bræður ræður um branda regn
báðir háðu eina fregn
hver ber það hölda megn
hreystir treystir þeim í gegn.

Óskráð
40.
Ríman
Álfurinn talar við ýta þá
engra drengja er nokkur
ég kann segja fyrðum frá
frægð þar vægði síst í hjá.

Óskráð
41.
Ríman
Fyrr nam spyrja Högni hátt
hvar það væri sinn kvaðst mátt
fýsa lýsa frægðar þátt
og finni vinna rekka brátt.

Óskráð
42.
Ríman
Álfurinn sína sögu gat téð
sannast þannig hljóðs var léð
Bölverk sterkum björmum réð
bannaðan mann fyrr höfum séð.

Óskráð
43.
Ríman
Á galdra vald og grimmdar ráð
gramur var framur en líta dáð
í hverri snerri halur gat náð
hann vann sigur en brenndi láð.

Óskráð
44.
Ríman
Rænti vænt með rauðnis hljóð
herleg pell sem silfur af þjóð
rekkurinn ekki Fjölnis fljóð
flagðið lagði sér í sjóð.

Óskráð
45.
Ríman
Rauðan auð bar randa Baldur
rammlega saman við hjörva hjaldur
hann er fann sinn efra aldur
ærist næst í trölldóms galdur.

Óskráð
46.
Ríman
Síðan smíða býtir bað
bauga haug í fögrum stað
engi drengur á jörðu kvað
annað rann vera betra en það.

Óskráð
47.
Ríman
Foldar moldu var silfri sagt
sáð og bæði viðunum þakt
vell og pell með mesta makt
minnust inn í haug var lagt.

Óskráð
48.
Ríman
Hásæti haugi þeim
hlítar líta búið með seim
prýtt og skrýtt með unnar eim
annað fann ei betra um heim.

Óskráð
49.
Ríman
Skóg nógan skornings sjá
skína og fínan arma snjá
glóanda standa gólfi á
gripunum skipað allt í hjá.

Óskráð
50.
Ríman
Skrúði prúður skjöldungs þar
skein og steinum mektað var
hólfið tólf með prýði par
prís vísu sjötillinn bar.

Óskráð
51.
Ríman
Festi mesta seggir sjá
sessi þessu skína hjá
hundrað munduð hringa
henni kenna ef mættuð fá.

Óskráð
52.
Ríman
Þengill gengur í þennan sal
þar var skrautlegt drengja val
sætast mæti í settu hal
sveitin teit nam Bölverks tal.

Óskráð
53.
Ríman
Þér skuluð mér kóngurinn kvað
kvikum og þykir oss sómi það
hæstan glæstan höldar
hauginn bauginn lykja í stað.

Óskráð
54.
Ríman
Harðan garð bað hreytir þá
hringa í kringum rannið slá
sterkan verk virðar
varla kallað um heiminn fá.

Óskráð
55.
Ríman
Greitt er eitt á garði hlið
gert og fort sem stillir bið
læst og stærsta stáli viður
steypt og greypt í múrinn niður.

Óskráð
56.
Ríman
Vörð á hörðum sextíu senn
síðan fríðir landsins menn
halda vald yfir haugi enn
hilmis vilja um dægrin tvenn.

Óskráð
57.
Ríman
Frétt hef ég rétt þjóðin það
þannig vann sem stillir bað
allt en snjallt álfurinn kvað
enda venda sogni í stað.

Óskráð
58.
Ríman
Drengir strengja sterkir heit
stýra dýrri bragna sveit
hart og snart en hirð var teit
haugs og draugs í eftirleit.

Óskráð
59.
Ríman
Býr sig dýr við benja seið
breiðum skeiðum hirðin reið
hratt og hart á humra leið
herðug ferðin margri skeið.

Óskráð
60.
Ríman
Fljóðin rjóð á fiska laut
flaustrin traust með ærlegt skraut
kenna renna hrónin hraut
hlýrum dýrum Andranaut.

Óskráð
61.
Niðurlag
var við húna fest
höldar völdu sikling mest
fjalar skal þetta ferðar nest
falla og kalla óðar brest.

Óskráð

Andra rímur, 10. ríma