Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
Lemmata   |   Textatengsl   |   Ordbog β  

Andra rímur, samlestur við AM 129 8vo (129)

11. ríma
Óþekktur höfundur
Grundvallartexti
AM 129 8vo (129)
1.
Formáli
Ítrust líti auðar grund
enn á þennan Viðris fund
dýru skýru um Draupnis láð
hve drengir fengu gulli náð.

Óskráð
2.
Ríman
Dyggvir hyggja í víney vestur
vald halda ef eigi brestur
hlýrar dýrir herinum ótt
hindrar vindur þeygi fljótt.

Óskráð
3.
Ríman
Runnu af grunni Ránar dætur
ruddu og nuddu daga sem nætur
reggi á seggi og borðin breið
brast og nast í hverri skeið.

Óskráð
4.
Ríman
Dreifir reif og dröfnin
drifu og svifu um vigrin þá
unnar munnar glýgin grá
greyptu og steyptu í seglin blá.

Óskráð
5.
Ríman
Blóðug stóð svo haddan hátt
hörð um börðin færast þrátt
hrafni um stafna gyrðurin gein
græðil bæði og soxin hrein.

Óskráð
6.
Ríman
Þótti ei dróttum byrinn blíður
brögnum Högni ekki síður
veglegt segl bauð halda hátt
hlýrar stýra dreka við mátt.

Óskráð
7.
Ríman
Drengir tengja flæða flaustur
framlega saman en byr var traustur
greppar hreppa galdra veður
greipum sveipum reiðann meður.

Óskráð
8.
Ríman
Þaut í skauti rokki og
rengur og strengir skulfu þá
stagurinn fagur og stýrin blá
stríð var hríð um allan sjá.

Óskráð
9.
Ríman
Rekkar ekki sigla síður
sveit var teit og kóngsson blíður
þjóð var móð en seggir
sand og land fyrir stöfnum þá.

Óskráð
10.
Ríman
Dofna og rofna dætur Hlés
dormum stormum en Kári blés
frægur og hægur í fagra voð
fengu drengir höfnum náð.

Óskráð
11.
Ríman
Sellar fella seglin þunn
sveinar fleinum steyptu í grunn
lýðurinn prýðist Viðris voð
vann kanna Bjarmaláð.

Óskráð
12.
Ríman
Bjarmar armi breiðum á
brandi standa prýddir þá
skreyttan þeyttu skatnar lúðr
skjótt og ótt sem her kom prúðr.

Óskráð
13.
Ríman
Svinnir finna barmar brátt
Bölverks fölvan haug um nátt
varð mann harðan og verkið
valið sem álfurinn sagði frá.

Óskráð
14.
Ríman
Þróttig sótti þegar í stað
þengils mengi haugi
sextíu vextu seggir stríð
snörpum görpum móti um hríð.

Óskráð
15.
Ríman
Hrökk og stökk við sverða söng
sundruðu undan fylking þröng
hart og snart þar Högni fór
höggin döggva völlu stór.

Óskráð
16.
Ríman
Bæði náði halurinn hendur
rjóða í blóði skjaldar rendur
með laufa klauf hann brynju og búk
bragnar magna odda fjúk.

Óskráð
17.
Ríman
Undir stunda en álmurinn gellur
erni her jörðu fellur
fífur rífa fyrða brjóst
flóði í blóði hauðrið ljóst.

Óskráð
18.
Ríman
Bala skal nefna berserk þann
bæði láði og rekkum hann
réð en léðist máttur og megn
mest um flest við örva regn.

Óskráð
19.
Ríman
Seggir eggja sverða brjót
síðan ríða Högna á mót
garpar snarpir geira fár
geystu og þeystu í morgins ár.

Óskráð
20.
Ríman
Brynjan hrynur en bæsing hvítur
brustu og nustu skyggðar rítur
dreypti og steypti dreyri á hauður
dundu úr undum benja lauður.

Óskráð
21.
Ríman
Jarlsson allan Yggjar fald
iðinn sniður og hrotta tjald
beit af veiti bauga önd
bali var falur missa hönd.

Óskráð
22.
Ríman
Annan þann fékk seggurinn slag
þá hann sinn enda dag
skjóminn frómur skar sem tundur
skjalda Baldur í miðju sundur.

Óskráð
23.
Ríman
Barmar harma Högna
hver lést verr en fallinn þá
drengs ef fengi dapran fund
dauðinn bauð þeim hræðslu um stund.

Óskráð
24.
Ríman
Ótt ók drótt en flýði flest
fer þá hver sem orkar mest
ýtar nýtir elda þá
vér innum svinnum Helga í frá.

Óskráð
25.
Ríman
Frækinn sækir Helgi hart
harðan garð og fólkið margt
fljúga drjúgum sverð og spjót
spara þeir hvorki skot grjót.

Óskráð
26.
Ríman
Vísir þvísa víki
víkur ríkur í einum stað
þennan rennir garðinn grá
gramsson framur með vopnum á.

Óskráð
27.
Ríman
Bæði háði höndum senn
hildi gildan Bölverks menn
hræðist bæði og hrukku á braut
harri snar gat unnið þraut.

Óskráð
28.
Ríman
Þrjátíu með Þundar glóð
þengill drengi uns Högna þjóð
hleypir greypum hliðunum
hilding vildi upplúka það.

Óskráð
29.
Ríman
Herinn ber í grænan garð
gerði og sverði en Björmum varð
auðið dauðans öllum senn
augum hauginn leiddu menn.

Óskráð
30.
Ríman
Móðug þjóðin mælti öll
megi ei fegri dverga höll
þegnar fregna en þennan sal
þar var nóg á silfri val.

Óskráð
31.
Ríman
Norðmenn þorðu og Helgi hátt
haug af draugi rjúfa brátt
sjóða hlóðu silfri í
sveitin teit var flest því.

Óskráð
32.
Ríman
Vinni á inni víðar dyr
virða síðan Högni spyr
hver vill bera úr Bölverks sal
benja seim og finna hal.

Óskráð
33.
Ríman
Þú munt kvað Helgi hátt
Högni brögnum sýna mátt
bannaðan kanna Bölverks haug
og berjast hér við grimman draug.

Óskráð
34.
Ríman
Hreysti treysti Högni þrátt
hann og þannig lét þá brátt
hróðig þjóðin í hauginn niður
hjartað snart skalf ekki viður.

Óskráð
35.
Ríman
Myrkrið styrkt með fýlu og frost
fyrst en lystir verra kost
varla allir fyrða
fór hann stórum lengi svo.

Óskráð
36.
Ríman
Niður úr miðjum haugi hann
halla palla ganga vann
undir fundið innið getur
annað rann og þar sér betur.

Óskráð
37.
Ríman
Bar þar ljós sem birti af
bærir snær Högna gaf
hvítan líta purpura og pell
prúðan skrúða og arma fell.

Óskráð
38.
Ríman
Var þar meira af vísa róg
valið og talið sem gripir í nóg
en þó mönnum allt téð
mundi hundrað kóngum léð.

Óskráð
39.
Ríman
Segist þegar með grettis gólf
glaðlega þaðan með byrðar tólf
bæri og færi festi
ferðin verður draga upp það.

Óskráð
40.
Ríman
Tuttugu burtu tók hann næst
tiggja liggja en eftir fyrst
prúðan skrúðan lingva lætur
láð það náði kappinn mætur.

Óskráð
41.
Ríman
Hundruð fundust hringar þá
hreinni einni festi á
jarlsson alla burtu bar
baugum hauginn sviptir þar.

Óskráð
42.
Ríman
Glæstan næst stillis stól
standa og tandra í Rínar sól
yfir var skrifað eitt haglegt hvolf
af hreinum steinum mektað tólf.

Óskráð
43.
Ríman
Bölverks fölvan hjassa hylur
hjálma en málma brjóturinn þylur
beið hann reiði burt er
bendir sendir sverð um hné.

Óskráð
44.
Ríman
Engi drengur á foldu fann
fyrr spyrja stærra mann
berserk þessi blár og digur
bólginn dólgur hræðilegur.

Óskráð
45.
Ríman
Bjarmar armi baugum þeim
breytir skreytir hringum tveim
betur getur ei bauga
beimar heims í veröldu en þá.

Óskráð
46.
Ríman
En það menið buðlung bar
brátt skal votta hvað gripanna var
dýrast skýrast fyrðum frá
fyrst hvers lystir Högna þá.

Óskráð
47.
Ríman
Rekkurinn gekk fyrir Bölverks brátt
beðjar kveðjur á þennan hátt
linna stinna lestir enn
ljóst og þjóst sem heyra menn.

Óskráð
48.
Ríman
þú bæði fals og spott
fár og dárin aldrei gott
hilding gilding harm og kvein
hryggð og blygð sem alls kyns mein.

Óskráð
49.
Ríman
Galdra valdur er gamall og hræddur
gerist þú fjörvi numinn og mæddur
skauðinn blauður hefur linna láð
listugt missti sem alla dáð.

Óskráð
50.
Ríman
Hilmir vil ég menið svo mætt
missa vísu en það rætt
heldur ef veld ég hringum tveim
haug og draug gat ég ræntan þeim.

Óskráð
51.
Ríman
Ekki þekkist Bölverk bráður
beiðir heiðs sat kyrr sem áður
báðum náði baugum senn
brynju hlynur og mælti enn.

Óskráð
52.
Ríman
Stattu upp hratt á stirða fætur
stríðum síðan allt til nætur
ella felli ég ellda flaug
enn og kennan beran draug.

Óskráð
53.
Ríman
Flókinn tók þá Bölverks búkur
byrstast fyrst sem væri hann sjúkur
undi dundi elda flaug
út um þrútinn kjaft á draug.

Óskráð
54.
Ríman
Gaus úr fausa glossi og reykur
grimma rimmu í haugi eykur
hreifum veifir höfuð skók
höndum báðum á meninu tók.

Óskráð
55.
Ríman
Menið og benja bjartan pálm
braut og skrauti prýddan hjálm
kastar fast í foldar stað
finnur vinnur engi það.

Óskráð
56.
Ríman
Draugs í haugi hin digra raust
dimm og grimm rann þeygi laust
er farin kvað Bölverks brátt
blíðu tíð sem ég hef átt.

Óskráð
57.
Ríman
Hver er þessi harla djarfur
hildar gildr en varla þarfur
vænan rænir siklings sal
og særir nær til orða hal.

Óskráð
58.
Ríman
Sextíu vextu ég sverða hríð
sannast vann ég gjörvöll stríð
hundrað munda ég hólmi á
höldum völdum dauðann fá.

Óskráð
59.
Ríman
Hugða ég dugði engum
einum sveini vinna það
rauðum auði ræna mig
rekkurinn ekki kanntu þig.

Óskráð
60.
Ríman
Eirmdagh meir fyrir annan mann
yður styðja listir þann
þú hefðir eyðir stáls
rekkinn ekki sært til máls.

Óskráð
61.
Ríman
er ég fús fanga þig
falslega staltu gulli mig
þrjóturinn ljótur af stóli í stað
stendur og vendar Högna að.

Óskráð
62.
Ríman
Spjóta á móti spillir gengur
sparir þar hvorgi aflið drengur
Bölverk sterkan Högna hart
hremmdi og kremdi í greipum snart.

Óskráð
63.
Ríman
Rennir spennir ramman hryggð
randin standa hið gamla flygð
hirði virðist hringa fast
haugs fyrir draugi gólfið brast.

Óskráð
64.
Ríman
Tröllið öllum magni og mátt
mildan vildi jarlsson þrátt
römmum hrömmum rífa í sundur
rekur og hrekur svo það var undur.

Óskráð
65.
Ríman
Góma skjómum Grímnir jók
geig þar eigi hið skyrtan tók
kartar svartir klæði og skinn
klífa og hrífa beinum inn.

Óskráð
66.
Ríman
Dökkum hrökk þá draugi allur
drengur lengi undan snjallur
harðir steinar haugs á gólf
hrósa ljósi nokkuð tólf.

Óskráð
67.
Ríman
þá Högni hellan stendur
hennar kennist allar rendur
hvassar Þjassi en þangað til
þegn af megni færa vill.

Óskráð
68.
Ríman
Hellu velli hreytir kemur
hann og sannan frækleik temur
stökkva og dökkva Bölverk brá
beinum stein yfir tíma þrjá.

Óskráð
69.
Ríman
Hristir missti hringa snart
hafli en afli flagðið svart
virtist stirt en stukku fætur
stilli illa glíman lætur.

Óskráð
70.
Ríman
Hamingjan framar Högna þrátt
hann vann sigur á þessari nátt
fellur um hellu galdra gramur
gagni fagnar kappinn framur.

Óskráð
71.
Ríman
Garpurinn snarpur á grimmdan mann
greypur hleypur ofan á hann
hlítar lítur hræva lax
hart og snart var Bölverks sax.

Óskráð
72.
Ríman
Þegn við Högna Bölverk brá
bystan fyrst og mælti svo
er komið sem hugði ég minnst
haugur og draugur af mönnum vinnst.

Óskráð
73.
Ríman
Þú hefur með sigri sótt
sauðni og rauðan og orða gnótt
baug og haug og bjartan hjör
bið eigi frið og missi fjör.

Óskráð
74.
Ríman
Máls er stáls steypir
stríð sníður sverði þú
Bölverks fölvað fræða hall
friður er liðinn og skemmtan öll.

Óskráð
75.
Ríman
Breiðan reiðir benja naður
brátt og hátt hinn gildi maður
hvítur bítur svíra á segg
svartan hart hin mjóva egg.

Óskráð
76.
Ríman
Flaug um hauginn fýla og reykur
fast var hvasst enn myrkrið eykur
æðst og stærst kom agnar grand
allt um salt og Bjarmaland.

Óskráð
77.
Ríman
Börðust hörð um býsn og undur
brustu mest en jörð sprakk sundur
gleyptist steyptist galdra smiður
grunnan munn í djúpið niður.

Óskráð
78.
Ríman
Stundum dundi eldurinn æfur
ótt og fljótt um gólf og ræfur
brýst og snýst um Bölverks höll
bleik sem leiki á hjólum öll.

Óskráð
79.
Ríman
Elfar skelfa elda njót
engi lengi firna ljót
gekk svo rekkur grynnist þraut
gildur og vildi úr haugi á braut.

Óskráð
80.
Ríman
Brá þá Högni Bölverks sax
bjart og snart af systur Dags
ljóminn skjóminn og ljós hann gaf
líða um síður undrin af.

Óskráð
81.
Ríman
Alla palla og efra rann
odda brodda sæmdir fann
flýtir hnýtist festi í
fleina og seinn varð ekki því.

Óskráð
82.
Ríman
Þegar var dreginn úr haugi hátt
hann og fann þar standa fátt
drengur engi nema döglings niður
dýr og skýr sat festi í viður.

Óskráð
83.
Ríman
Lýður flýði fyrir firn og undur
falla allir hugði í sundur
beimar heim þá Helgi var
hraustur og traustur eftir þar.

Óskráð
84.
Ríman
Bragnar fagna fundi þeim
fríðir blíðir rekkum tveim
engra drengja inna
unna kunnast barmar þá.

Óskráð
85.
Niðurlag
Ganga strangir garpar braut
glaðir og þaðan á fiska laut
Viðris bið ég varra straum
vífa svífi í fagran glaum.

Óskráð

Andra rímur, 11. ríma