Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
Lemmata   |   Textatengsl   |   Ordbog β  

Andra rímur, samlestur við AM 129 8vo (129)

12. ríma
Óþekktur höfundur
Grundvallartexti
AM 129 8vo (129)
1.
Formáli
Fjölnis vín um falda Lín
færi ég tólfta sinni
svinnan óð og Sónar flóð
sætan leggi í minni.

Óskráð
2.
Ríman
Bræðra skeið um bylgju leið
bar þá aldan stríða
dreki nam skjótt með dýra drótt
um drafnar völl skríða.

Óskráð
3.
Ríman
Veittu gull en virðing full
vex af linna síki
halda þeir með hvassan geir
heim sínu ríki.

Óskráð
4.
Ríman
Menelaus fer með mildings her
Marbrin fylgdi stilli
hrönnin skreið en bylgjan breið
bar þá heim með snilli.

Óskráð
5.
Ríman
Tartara drótt nam skýrust skjótt
skötnum öll fylgja
ofnis beður en alla gleður
jafnan fæðir ylgja.

Óskráð
6.
Ríman
Elína rjóð var ung og fróð
ýta fylgdi kvinna
Hálogaland með bitran brand
bragnar náðu finna.

Óskráð
7.
Ríman
Hoffólk ríkt var hvergi slíkt
heitri sólu undir
þekkti drótt en þegna ótt
þar nær allar grundir.

Óskráð
8.
Ríman
Lengi það sér lýðurinn er
lægis þaktur ljóma
Helga býður herrann þýður
heim með tign og sóma.

Óskráð
9.
Ríman
Högni bað svo hratt í stað
heim í kastalann fróma
ágæt fljóð og alla þjóð
ægis þaktur ljóma.

Óskráð
10.
Ríman
Organ þaut með æru og skraut
í öllum turnum heima
dróttin fríð með bræðrum blíð
búin með linna geima.

Óskráð
11.
Ríman
Fljóðin dýr eru fögur og skýr
fylgdist skarinn um völlu
gekk þá drótt með gleðinni ótt
grams í væna höllu.

Óskráð
12.
Ríman
Sat með gram og sóma fram
svinnur þengils arfi
Högna næstur Helga kærstur
harður í vopna starfi.

Óskráð
13.
Ríman
Menelás við á mildings hlið
Marbrin þar hjá tiggja
grams í höll frá ég grettis völl
garpar nógan þiggja.

Óskráð
14.
Ríman
Á aðra hlið eru vífin við
hjá vöskum landsins herra
heiður gekk um hilmis bekk
hóf mun eigi þverra.

Óskráð
15.
Ríman
Högna tal var heyrt í sal
hjá hölda dýru mengi
veit ég það vísir kvað
vor mun líkinn engi.

Óskráð
16.
Ríman
Ef kylfan fín er komin til mín
kann hún flest brjóta
risa og tröll í randa göll
ræð ég dauðann skjóta.

Óskráð
17.
Ríman
Gaf það svar sem greindur var
göfugur Baldvins arfi
margur er hraður við hjalta naður
halur í vopna starfi.

Óskráð
18.
Ríman
Marbrin skjótt svo mildings drótt
mátti á þetta heyra
ég ræð það flest og ráð er best
raupa ekki meira.

Óskráð
19.
Ríman
Heiftin svall þá heyrði spjall
með Högna af grimmd og reiði
treysti brátt á tign og mátt
tjörgu svaraði meiði.

Óskráð
20.
Ríman
Þórir þú þrátt með þínum mátt
þegninn við mig stríða
ég læt það snart og lítt spart
lofðung dauðann bíða.

Óskráð
21.
Ríman
Skömm það er ef skaltu mér
skálkurinn kallast jafni
ég geri það skjótt sem gengur fljótt
gefa þig vargs tafni.

Óskráð
22.
Ríman
Þú ætlar þér með orku hér
og illsku kappi þreyta
vil ég minn þrótt á velli fljótt
við þig hilmir neyta.

Óskráð
23.
Ríman
þú mér gerð og fínlegt sverð
er fyrr bar Andri hinn sterki
skömm það er ef skil ég af þér
skrímnis lurk eða serki.

Óskráð
24.
Ríman
Fóru af borg en felldu sorg
fylkir sjálfur og mengi
horfa á þá hrotta þrá
heldur áttu lengi.

Óskráð
25.
Ríman
Þeir hlaupast svo hart í stað
Högni kylfu reiðir
Marbrin þá svo mengið
móti höggið greiðir.

Óskráð
26.
Ríman
Kylfan gall en skjóminn skall
skalf þá allt á grundu
höfðu reik og harðan leik
höldar langa stundu.

Óskráð
27.
Ríman
Högni þrátt nam hyggjast brátt
harðlega sundur brjóta
beinin smátt og bar hann því hátt
með býsnum kylfu ljóta.

Óskráð
28.
Ríman
Andra nautur er ekki blautur
oft kom henni á móti
emmu sneið á eina leið
alla af hringa brjóti.

Óskráð
29.
Ríman
Við skyrtu söng en skjalda þröng
skatnar æsa af megni
engi hver annan
örva sigra í regni.

Óskráð
30.
Ríman
Marbrin þar í málma skar
mætan í hildar skrúða
herklæð flest heimur á best
Helga öll hins prúða.

Óskráð
31.
Ríman
Höldar þá Högna
höggin tröllsleg ríða
mælti drótt Marbrin fljótt
mun sinn dauðann bíða.

Óskráð
32.
Ríman
Svo var snar í sverða skar
seggurinn honum á móti
af sér bar en eggin þar
rétt sem stykki af grjóti.

Óskráð
33.
Ríman
Allan dag er odda slag
ýta sótti mæði
Högni veður en hrotta gleður
hart með grimmd og æði.

Óskráð
34.
Ríman
Hvatlega það hirðin sjá
Högna sigrar mæði
hreysti dreng svo hélt við spreng
í hörðu branda sæði.

Óskráð
35.
Ríman
Örninn er en fálkinn fer
með Fofni þrátt vígi
ljónið óð það lysti í blóð
lýði sára kýfi.

Óskráð
36.
Ríman
Helgi Högni
ei halda þessu lengi
gramsson nam ganga í stað
og gerði skilja drengi.

Óskráð
37.
Ríman
Högni sér halurinn er
hraustur í éli fleina
sverða grér fær sóma af mér
silfur og gullið hreina.

Óskráð
38.
Ríman
Þeir binda plag og bræðra lag
bragnar til hallar
sveitum meður en sikling gleður
sáðum grettis vallar.

Óskráð
39.
Ríman
Hornin dýr með heiðri skýr
höldar frá ég spenna
dýrlegt vín dróttin fín
drjúgum náð kenna.

Óskráð
40.
Ríman
Hófið stóð með hrannar glóð
hlýrar veittu báðir
sveitin fróð er svipt af móð
samt með gleði og náðir.

Óskráð
41.
Ríman
Kemur í höll en hirðin öll
horfði á leiðan granna
fólinn hefur flærðir gefur
furðu ljótan skjanna.

Óskráð
42.
Ríman
Þrællinn stór er þangað fór
þegnar sátu borðum
kauðinn nam kappa á
kallsa slíkum orðum.

Óskráð
43.
Ríman
Er það mælt ei dælt
við ykkur stríð þreyta
það væri dáð og visku ráð
virðum afls neyta.

Óskráð
44.
Ríman
er ein ey síldar grey
sveitir Dímun kalla
gyðja ræður en grimm æður
galdra kann alla.

Óskráð
45.
Ríman
Grettis smá gyðjan blá
geymt hefur furðu lengi
hellir á við hamra þá
í hólma er stærri engi.

Óskráð
46.
Ríman
Úr þursa heim var þrjóturinn einn
Þrymur öllu nafni
girntist á þá gyðju
er galdra var til jafni.

Óskráð
47.
Ríman
Þau áttu sér sem innir hér
arfa greindra fjóra
Andri var afrek bar
afl og hreysti stóra.

Óskráð
48.
Ríman
Ef þorið ei senn kvað þrjóturinn enn
þeim afla nauða
ég reikna yður kvað randa viður
rekka alla blauða.

Óskráð
49.
Ríman
Veik á braut en vomnum þraut
vildi Marbrin greiða
hjörinn vann hinn heimska mann
höfuð og búk sneiða.

Óskráð
50.
Ríman
Féll þar dauður frægðar snauður
fyrðum svellur reiði
Högni kvað sér helst um það
hitta syrpu leiði.

Óskráð
51.
Ríman
Þeir strengja heit en stoltar sveit
stóð í kring um rekka
hausti skal í hilmis sal
höldar brúðkaup drekka.

Óskráð
52.
Niðurlag
Býðst þá skjótt með bræði og þrótt
bragna sveit af höllu
Suptungs skeið á sinni leið
sökkvi í kaf með öllu.

Óskráð

Andra rímur, 12. ríma