Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
Lemmata   |   Textatengsl   |   Ordbog β  

Andra rímur, samlestur við AM 616 b 4to (F⁴)

1. ríma
Óþekktur höfundur
Grundvallartexti
AM 616 b 4to (F⁴)
1.
Formáli
Mín var raunar raddar eik
reyfð á einum morgni
því mun Skrímnis skála kveik
skenkt af óðar horni.

Óskráð
2.
Formáli
Fyrir það listugt lífið ungt
lék ég mér við yndi,
því ber ég þungan þagnar punkt
og þrautar dauflegt lyndi.

Óskráð
3.
Formáli
Hugsa ég jafnan um fyrir mér
hnugginn gleði og seimi
hvað nattúran ólík er
er áður var fyrr í heimi.

Óskráð
4.
Formáli
Hvort mun nær hamingjan er
harðla galin um stundir
eða mun þeyu þykja hér
þegna hlýrni undir.

Óskráð
5.
Formáli
Þjófa börn og þræla kind,
það gjörir hún sér kæra,
hinum sem öðrum varpi í vind
er var fyrir heiður og æra.

Óskráð
6.
Formáli
Göngu menn og grómar þeir
girntust fyrr með trínum,
hreykjast upp í hossi meir
en heiðri kunni sínum.

Óskráð
7.
Formáli
Hrópleg orð og hesta rán
héraða millum fljúga,
leika fyrst með lygar og smán
og lítil magnann kúga.

Óskráð
8.
Formáli
En þegar rekkar raka í braut
reisu einni fleiri
koma þá heim með klæða skraut
og kallast hverjum meiri.

Óskráð
9.
Formáli
Tálrauð klæði og trefla strút
taka þeir upp skarta,
reisugum hestum ríða út
með rönd og hjálma bjarta.

Óskráð
10.
Formáli
Svo er orðið vænt um þá
sem virða aðra fróma,
langan veg sveitin sjá
seggja fegurð og blóma.

Óskráð
11.
Formáli
Hver kann segja hinum er spyr
hafa þeir auð og sæmdir,
vissi enginn væri fyrr
virðar illa ræmdir.

Óskráð
12.
Formáli
Hér með gefur þeim hamingjan mekt,
heiður og alls kyns nægðir,
kaupa víf af vænni slekt
og velja dýrar mægðir.

Óskráð
13.
Formáli
Ýtrar blandast ættir þá
og eru það heimsins vélar,
hrærast saman sem heyra
herra slekt og þrælar.

Óskráð
14.
Formáli
Fyrri girntust fagurleg víf
framandi menn gilja,
þeir settu í háska sál og líf
fyrir sætu mjúkan vilja.

Óskráð
15.
Formáli
Herra art og frygðar frúr
fyrr í hverju landi
lofuðu síðan leyndar trúr
með list og elsku bandi.

Óskráð
16.
Formáli
Drengir fengu í dára vind
dísi raddar iðja,
þorði engin þræla kind
þeirra biðja.

Óskráð
17.
Formáli
Yfrið hef ég efni í nóg
yrkja margt af slíku,
setjum fyrst á fræða skóg
frosta björn líku.

Óskráð
18.
Ríman
Háloga landi hilmi þann
höldar sögðu stýra,
grettis jörðu gladdi hann
gumna sína dýra.

Óskráð
19.
Ríman
Logi hét þessi lofðung glaður
listum hlaðinn og prýði,
fundist hefur ei frómri maður
fyrr með heiðnum lýði.

Óskráð
20.
Ríman
Margan hefur hann geira galdur
gjört á löndum víða,
er hann hniginn á efra aldur
og átti drottning blíða.

Óskráð
21.
Ríman
Ragna hét ristill merkur
reyfður nöðru sandi,
hennar faðir var stillir sterkur
og stýrði Bjarma landi.

Óskráð
22.
Ríman
Dögling ól sinni drottning viður
dýrleg börn í náðum,
Helgi nefndist hilmirs niður,
Handins skipti voðum.

Óskráð
23.
Ríman
Systir hans var frygðugt fljóð
fyrðar Svanhvít kalla,
bæði var björt og rjóð,
bríkin ófnis valla.

Óskráð
24.
Ríman
Líkams allar listir þær
lífið mátti prýða,
buðlungs dóttir björt og skær
bar með hyggju þýða.

Óskráð
25.
Ríman
Fannst ei vænni vella lind
víst um nálæg ríki,
mátti engin mannleg kind
metast í fegra líki.

Óskráð
26.
Ríman
Svo var hún blíð við buðlungs þjóð,
bragna hvern sinn kvaddi,
ristill býtti Rínar glóð
og rekka sína gladdi.

Óskráð
27.
Ríman
Oft var kæran köppum náð
ef kom þeim bölið til handa,
æ brúðurin besta ráð
bæta hvers kyns vanda.

Óskráð
28.
Ríman
Hennar lof með lista nægð
leikur um heiminn víða,
þessi gjörði frúinnar frægð
fyrðum kost stríða.

Óskráð
29.
Ríman
Þegar Helgi þrenna fimm
þreytt hefur vetur í landi
hans var lundin löngum grimm
leika stórt með brandi.

Óskráð
30.
Ríman
Síðan talar við föður fljótt
fleygir yggjar tjalda,
skjöldung mér skeiður og drótt
skal í burtu halda.

Óskráð
31.
Ríman
Faðir minn áttu fátækt land,
fylkis kóngs ert líki,
ég skal vinna harðri hand
hálfu meira ríki.

Óskráð
32.
Ríman
Þín skal dóttir þetta hauður
þér liðnum stýra,
ég skal eður falla dauður
frón og drottning dýra.

Óskráð
33.
Ríman
Dirfist maður af minni art
mína systur gilja
þeim skal ég láta laufann hart
líf frá búki skilja.

Óskráð
34.
Ríman
Nema ég sjálfur hið væna víf
vilji ég manni gifta
ætti ég mitt leysa líf
eða löndum við hann skipta.

Óskráð
35.
Ríman
Helga svaraði buðlung blíður
brigðum ör af fengi,
kjós þér sjálfur frændinn fríður
fjölda af skipum og mengi.

Óskráð
36.
Ríman
Ég vil lofa þér lang skip tólf
og liðs menn harla frómu,
bragnar líta þeir benja kólf
og bregðast aldrei í rómu.

Óskráð
37.
Ríman
Þú munt ætla þínum feður
þiggja sæmdir meiri,
vinna ríki virðing meður
og vega til landa fleiri.

Óskráð
38.
Ríman
En mig grunar þann veg
það þér mun aldrei verða
nema þú njótir annars að,
kvað eyðir styrkra gerða.

Óskráð
39.
Ríman
Fylkisson nam furðu reiður
fljótt á burtu ganga,
lét þá búa til bragna og skeiður
beint á græðinn stranga.

Óskráð
40.
Ríman
Síðan skilst við sína art
siklings bur hinn frægi,
Helga fylgdi herlið margt
og hélt þá á saltan ægi.

Óskráð
41.
Ríman
Formóðssynir í fagra voð
ferlega tóku blása,
austur í haf fyrir öldu gráð
unnar fílar rása.

Óskráð
42.
Ríman
Skjöldungsson lét skeljungs múr
skipta barðið rennda,
er hann sinni sögunni úr,
svo skal aftur venda.

Óskráð
43.
Ríman
Situr Logi löndum kyrr,
lýði gladdi fríða,
kóngsins dóttur frægð sem fyrr
fór um heiminn víða.

Óskráð
44.
Ríman
Þann veg segir þennan vetur
þengils sómi standi,
fyrr gekk sjaldan fyrðum betur,
friður og ár í landi.

Óskráð
45.
Ríman
Austur í Nóatún breiða borg
bragnar sögðu heita,
frá ég þar rekkum Fófnis torg
fjóra jarla veita.

Óskráð
46.
Ríman
Þeirra faðir var þursa gramur
Þrymur úr jötna heimi,
enginn stillir fannst svo framur
felldi bræður af seimi.

Óskráð
47.
Ríman
Nefnum Þráin sem Þránd og Ljót
þessa bræður sterka,
þeirra lund var furðu fljót
og fús til grimmdar verka.

Óskráð
48.
Ríman
Bíta öngvan bragna sverð,
blámanns eru þeir líkar,
þessir hjuggu vargi verð
og unnu borgir ríkar.

Óskráð
49.
Ríman
Þó er hinn fjórði þeirra mestur,
það munu ýtar finna,
Andri þótti orðinn verstur
allra bræðra sinna.

Óskráð
50.
Ríman
Hann var bæði blár og digur,
bölvuðum tröllum stærri,
harla digur og hermannlegur
og hverjum risanum hærri.

Óskráð
51.
Ríman
Hár var ekki höfði á,
honum féll skegg um bringu,
var það beint sem bikið sjá,
bar hann ei rönd hringu.

Óskráð
52.
Ríman
Aldrei frá ég hann hefði hjálm,
hringa lundurinn sterki,
þó hann skipti skyggðum málm
og skýfði fróða serki.

Óskráð
53.
Ríman
Fann þann enginn á fróni brand
fyrr um heims byggð alla
hann ynni hjassa grand,
hrökktist egg um skalla.

Óskráð
54.
Ríman
Rúsía allt hafa rammir bræður
rænt og eytt með geiri,
þeirra her var þrautar skæður,
þess munu gjalda fleiri.

Óskráð
55.
Ríman
Andra fylgir ótal hers
og illsku þjóðir margar,
grimmlega vöktu geira vers
og grenja upp sem vargar.

Óskráð
56.
Ríman
Einn hvern dag sem Andra þjóð
öll réð kát drekka
garpurinn bað þá gefa sér hljóð,
grimmur, og talar við rekka.

Óskráð
57.
Ríman
Ég hefi frétt af einni mey
er af ber hverju vífi,
vissi ég öngva vella ey
valda fegra lífi.

Óskráð
58.
Ríman
Svanhvít heitir silki lind
suður á Háloga landi
máls á bróðir strauma strind
og stýrir skeiðar brandi.

Óskráð
59.
Ríman
Þeirra faðir er allt við aldur
og ekki fær stríða,
þó hefur fyrri fleina baldur
framist á löndum víða.

Óskráð
60.
Ríman
Synji þeir oss hið væna víf
og virðing meður fanga
þá skal Helgi láta líf
en Logi á gálgann hanga.

Óskráð
61.
Ríman
Seggir grípa í samri stund
Sörla hjúpinn bjarta,
vér skulum sækja silki grund,
er mér kær í hjarta.

Óskráð
62.
Ríman
Þar var hark og geira glamm,
gripu þeir serki búna,
drengir stigu á dælu gamm
og drógu við húna.

Óskráð
63.
Ríman
Bendist voð í stormi stinn,
stóð á hverju bandi,
gamma ess fyrir Gand vík inn
geisa suður með landi.

Óskráð
64.
Ríman
Þegar hittir hafnir á
herlið þetta hið stranga
Andri biður barma þrjá
brátt á landið ganga.

Óskráð
65.
Ríman
Bræður kanna breiðan hjall,
bíða létu drengi,
þeir komu Loga í ljósa hall
og litu þar veglegt mengi.

Óskráð
66.
Ríman
Hirðin öll er hlýra
horfði á þá leingi,
aldrei hafði ferðin frá
frétt um slíka drengi.

Óskráð
67.
Ríman
Andri sté fyrir öðlings borð,
ítran kvaddi stilli,
þvínæst talaði þessi orð,
þar var skammt í milli.

Óskráð
68.
Ríman
Drengir segja dögling þér
dóttur munduð eiga,
þá vil ég fylkir fastna mér,
friggin nöðru teiga.

Óskráð
69.
Ríman
Hilmir svaraði harla blítt
er hjartað ber hið snjalla,
lát oss heyra heitið þitt
eða hvað skal rekkinn kalla?

Óskráð
70.
Ríman
Allir hugðu ég Andra jarl
ýtar kunni nefna,
hvergi drepur mitt hjartað stall
hjörva þing stefna.

Óskráð
71.
Ríman
Norður fyrir í Nóatún ræður,
nær finnst ei minn líki,
hefur ég víst og vorir bræður
unnið Rúsía ríki.

Óskráð
72.
Ríman
Lofðung fær þú leyfi til
löndum halda þínum
ef þú gefur mér gullhlaðs bil
og gjörir vilja mínum.

Óskráð
73.
Ríman
Hefi ég það frétt Helgi gaf
henni erfð með sóma
þar skal kóngsson hljóta af
hvorki mekt fróma.

Óskráð
74.
Ríman
Þykir oss miklu meiri slekt
mín en dóttur þinnar,
sikling gef með sannri spekt
svör til ræðu minnar.

Óskráð
75.
Ríman
Gjör skjótt hinn gamli karl
garps úr máli slíta,
öllum sýndist Andri jarl
ógurlegur líta.

Óskráð
76.
Ríman
Vísir gjörði viturleg svör
veita garpnum ríka,
bragnar sáu eigi bónorðs för
bráðari heldur en slíka.

Óskráð
77.
Ríman
Varla er það visku plag
vondu hratt skipta,
stillir gef til stefnu dag
stolts jungfrúna gifta.

Óskráð
78.
Ríman
Andri sagði einna mest
undan drátt í slíku,
þó gaf kóngi þessi frest
þriggja nátta líku.

Óskráð
79.
Ríman
Kom þá sjálfur milding mót
mér til veislu bjóða,
síðan festi ég fagra snót
því fögur mun hringa tróða.

Óskráð
80.
Ríman
Nema þú viljir þengill hér
þundar él heyja,
ljúfra er það miklu mér
því mál er yður deyja.

Óskráð
81.
Ríman
Fylgja mér, segir þorna þundur,
þúsund nýtra garpa,
þeir hafa bragna Bölverks tundur
brotið við rómu snarpa.

Óskráð
82.
Ríman
Þriðja kost skal eiga enn,
eyðir Fófnis skíða,
fjóra vel til milding menn
mót oss bræðrum stríða.

Óskráð
83.
Ríman
Þykir mér gaman í geira seim
Gildings bál rjóða,
enginn þorir austur í heim
oss til hólms bjóða.

Óskráð
84.
Ríman
Eftir það gekk Andri á braut,
öngum heilsar manni,
kappinn hvorki kóngi laut
kvaddi fólk í ranni.

Óskráð
85.
Ríman
Einn veg talaði þræll sem þegn
þar fyrir herra ríkum,
þóttist enginn af flögðum fregn
fyrr hafa aðra slíka.

Óskráð
86.
Niðurlag
Bræður hittu bragna sinn,
búðir reistu á sandi,
hér mun hvíta horfið vín
Hárs úr minnis landi.

Óskráð

Andra rímur, 1. ríma