Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
Lemmata   |   Textatengsl   |   Ordbog β  

Andra rímur, samlestur við AM 616 b 4to (F⁴)

5. ríma
Óþekktur höfundur
Grundvallartexti
AM 616 b 4to (F⁴)
1.
Formáli
Mitt er sindra sóta bland
fyrir suptungs dóttur inni
set ég því falt við fræða land
fyrr beiðni þinni.

Óskráð
2.
Formáli
Batt ég fyrri brúðar nafn
brögnum áður undir
þyljum enn á þrætu hafn
þá þykja skemmri stundir.

Óskráð
3.
Ríman
skal fræða fólk á því
forlög Andra hrukku
höldar jarlsins hófi í
harla kátir drukku.

Óskráð
4.
Ríman
Segist það fyrr af silki hrund
Svanhvít plagaði kvendi
fyrr en bæði grafnings grund
grams til hallar vendi.

Óskráð
5.
Ríman
Bráðlega inn í brúðar rann
buðlungs dóttir kenndi
fölvan ganga Finninn þann
er fyrr til elfar sendi.

Óskráð
6.
Ríman
Brúðurin fagnar brodda þund
bráðlega gjörir frétta
hefur þú komið á Högna fund
halurinn grein oss þetta.

Óskráð
7.
Ríman
Fann ég jarlinn falda skorð
finnurinn þetta sagði
Hjarranda bar ég hvert það orð
sem hringþöll fyrir mig lagði.

Óskráð
8.
Ríman
Jarlsins greinir gjörvöll svör
greiðir öglis stétta
vissi hann allt um vora för
var það ei til létta.

Óskráð
9.
Ríman
Mætum sagði meydóm þinn
mega skyldi Andri spilla
en mannsins síðan menja lín
þú mundir njóta illa.

Óskráð
10.
Ríman
Seg þú þá kvað seima bil
sendir bjartra stála
hvað þá lagði af hreysti til
Högni vorra mála.

Óskráð
11.
Ríman
Heitstrenging nam hann tjá
halurinn vífi mildu
þig kveðst báli brenna á
bauga hlynurinn skyldu.

Óskráð
12.
Ríman
Hljóp í burt frá hilmis þjóð
og hafði vopna ekki
síðan ég ei sætan rjóð
segja af odda hnekki.

Óskráð
13.
Ríman
Þorngrund segir ef þannin fer
það sem jarllinn spáði
hversu þá verða verr
voru háttað ráði.

Óskráð
14.
Ríman
Ef Högni er segir gulllaðs grund
grimmur í hjarta sínu
vænti ég þess um laufa lund
linni þó stríði mínu.

Óskráð
15.
Ríman
Böl fann enginn brúði á
bar hún sorg þó í hjarta
seggir létu í sæti þá
seima þöllu bjarta.

Óskráð
16.
Ríman
Ljósri síðan linna und
liljur sátu tvinna
Andri hugði eigi um stund
illt til ráða sinna.

Óskráð
17.
Ríman
Tólf berserkir traustan vörð
trúlega létu efna
þeir sáu mann frá mæfils jörð
mikinn höllu stefna.

Óskráð
18.
Ríman
Svartan kufl og svarð reip bar
sveigir drákons heiða
gadda kylfu garpurinn þar
gjörði um öxl reiða.

Óskráð
19.
Ríman
Hann nam þegar heiti einn
hringa lundur frétta
var ei í svörunum seinn
hann segir þeim allt af létta.

Óskráð
20.
Ríman
Högna gjörir mig hirðin öll
Hjarranda son kalla
ganga vil ég í glæsta höll
garpa líta snjalla.

Óskráð
21.
Ríman
Berserkirnir sögðu hann
sæmri úti bíða
þú skalt heldur hinn mikli mann
meiddur á burtu skríða.

Óskráð
22.
Ríman
Högni sló þann honum var næst
högg með kylfu sinni
grimmlega fékk hún gadda læst
garps í ljóða inni.

Óskráð
23.
Ríman
Annar fékk svo fárlegt slag
fjörvi sínu týndi
öðrum fjórum endadag
ýtum kylfan sýndi.

Óskráð
24.
Ríman
Hrökkva undan höldar brátt
hinir lífið fanga
Högni kastar hurð á gátt
hart réð inn ganga.

Óskráð
25.
Ríman
Garpurinn greiðir gilda raust
gall í múr og veggjum
ei sté hann til jarðar laust
ótta bauð það seggjum.

Óskráð
26.
Ríman
Drap þar allt úr drengjum hljóð
svo drekka þorði engi
ferlega varð af felmtri og móð
fölt hið dýra mengi.

Óskráð
27.
Ríman
Rekkum sýndist randa álfur
risi hjá Andra jarli
fyrðar sögðu fjandinn sjálfur
færi þar með karli.

Óskráð
28.
Ríman
Högni kom fyrir kóngsins borð
og kennir sjálfan Andra
Þrándur sást með Þjassa orð
þar fyrir borði standa.

Óskráð
29.
Ríman
Högna varð þá höndin laus
halurinn kylfu reiddi
ofan í Þrándar hálan haus
högg með afli greiddi.

Óskráð
30.
Ríman
Berserksins nam heila höll
hörð í sundur rjúka
brotnar í sundur beinin öll
blóðið fauk um dúka.

Óskráð
31.
Ríman
Högni sló með höndum tveim
hvern er þá til náði
flestum býður Fjölnir heim
ferð varð ekki ráði.

Óskráð
32.
Ríman
Rekksins gjörði reikar höll
ruddan sundur skerða
þótti á boðinu beina spjöll
brögnum orðin verða.

Óskráð
33.
Ríman
Svo var hræðslan görpum glögg
gefin fyrir orðstír fljótan
bligðu þeir sem boli við högg
og biðu svo dauðann ljótan.

Óskráð
34.
Ríman
Andri stóð á öflug bein
eftir Þrándar dauða
talar hann þá með grimmdar grein
gjörist stefnt til nauða.

Óskráð
35.
Ríman
Vissa ég aldrei verða bilt
voru þannin mengi
svo skal líf frá skötnum skilt
skal sig verja engi.

Óskráð
36.
Ríman
Kenni ég Högna Háreks bræður
hefnda er kominn vitja
djarflega verður drengjum skæður
dugir ei lengur sitja

Óskráð
37.
Ríman
Bræður hrinda borðum fram
burt með reiði heita
þar var hark og geira glamm
höggva er skammt leita

Óskráð
38.
Ríman
Sextíu fengu seggir jarls
sókn er hörð með öllu
harðan dauða af kylfu karls
áður kappinn gekk úr höllu.

Óskráð
39.
Ríman
Seggurinn vildi salnum úr
var kominn í vanda
Högni gefur þá höggin stór
hinum við dyrnar standa.

Óskráð
40.
Ríman
Berserkirnir höggva hann
halur nam út ganga
skyrtu ei skeðja kann
skall þeim högg við vanga.

Óskráð
41.
Ríman
Höldar áttu heljar sút
harla sára bíða
þá kom sjálfur Andri út
og öll hans hirðin fríða.

Óskráð
42.
Ríman
Andri hjó með öngvan frið
ört til Högna bragði
björtum sló hann brandi við
bitru hlítir flagði.

Óskráð
43.
Ríman
Sveitin öll er sótti nær
segg með kappi nógu
Högni lemur á hendur tvær
hina er fremstir stóðu.

Óskráð
44.
Ríman
Hvern sem kappa kletti hann
kylfu höggi einu
beiddi engi bragna þann
binda um sína skeinu.

Óskráð
45.
Ríman
Hörfar undan halurinn þá
honum mátti ei granda
í millum tveggja múra
mátulegt standa.

Óskráð
46.
Ríman
Þar ganga einn veg
ei þarf slíkt lengja
hundruð fimm í hávum stað
Högni felldi drengja.

Óskráð
47.
Ríman
Þráinn Högna þegar svo reiður
þá nam fyrst ganga
spjóti lagði málma meiður
mitt á halnum stranga.

Óskráð
48.
Ríman
Kuflinn skarst en skyrtan heldur
skeindist jarlsson eigi
þess mun garpurinn grimmdar svelldur
gjalda rítar sveigi.

Óskráð
49.
Ríman
Högni stökk úr hliðinu þá
hart sem kólfi skjóti
Þráinn víst ei við því
hann varast með öngu hóti.

Óskráð
50.
Ríman
Það kom högg er þótti undur
Þráins á búkinn sterka
brjóst og hryggur brotnar sundur
bein tók öll lerka.

Óskráð
51.
Ríman
Þráinn er dauður en þótti Ljót
þeyu gaman slíku
horskan sóttu hjörva brjót
hlýrar tveir líku.

Óskráð
52.
Ríman
Sterkum leiðist stála brjót
standa í þessu sundi
stæltum broddi lagði á Ljót
sem lítið vinna mundi.

Óskráð
53.
Ríman
Fleinninn kom fyrir blámanns brjóst
brynju sundrar alla
rammlega gjörir með reiði og þjóst
rekkur á skaft falla.

Óskráð
54.
Ríman
Svo var lagið af hörku hart
höfuð kom niður á Ljóti
brjósti mætti broddurinn snart
beint með öngu hóti.

Óskráð
55.
Ríman
Högni talar með hreysti brögð
hver gat fyrri líta
virða nokkur verri flögð
vopn mega engin á bíta.

Óskráð
56.
Ríman
Högg það annað Högni gaf
hinn þurfti ekki fleiri
sextán gaddar sukku í kaf
var skeinan meiri.

Óskráð
57.
Ríman
Andri sér laufa lundur
lýtur þessu verki
hart nam reiða heljar tundur
hringa brjótur hinn sterki.

Óskráð
58.
Ríman
Jarlinn Högna um herðar þvert
hjó með öllu afli
stóð í skyrtu stálið bert
stundum kom hún gagni.

Óskráð
59.
Ríman
Það var máttar meiðsla slag
mikið og þungt bíða
Högni féll með hreysti plag
hart á völlinn víða.

Óskráð
60.
Ríman
Dundi af munni dreyrinn rauður
dugir ei hvíldar beiða
Andri hugðist eigi trauður
annað högg greiða.

Óskráð
61.
Ríman
Allt var senn í einum rykk
upp nam Högni spretta
jarli gaf svo þungan þykk
þegar nam högg detta.

Óskráð
62.
Ríman
Högni slær á hægra arm
halur nam orku njóta
allan gjörði axlar karm
Andra niður brjóta.

Óskráð
63.
Ríman
Brandurinn féll og söng í hátt
þegar úr jarlsins hendi
Andri snéri þá undan brátt
ofan til skeiða vendi.

Óskráð
64.
Ríman
Eftir sækir Högni hart
hann vill vega til landa
Andri stökk fyrir bergið brátt
og brást honum ei standa.

Óskráð
65.
Ríman
Þar var undir urð svo breið
öll með hvössum steinum
Andri hljóp á laxa leið
og leggst skerjum einum.

Óskráð
66.
Ríman
Þetta berg var þrítugt niður
og þeygi öngu minna
Högni staldrar hvergi viður
því hann vill jarlinn finna.

Óskráð
67.
Ríman
Kjalar og Frosti klæði blá
kappann undir halda
þar skal Högni hlaupa á
þeir hugðust rekknum valda.

Óskráð
68.
Ríman
Þvert hljóp fram af þursa hall
þeingilsson son með æði
dvergar báðir fengu fall
fast sté Högni á klæði.

Óskráð
69.
Ríman
Hljóp á kaf með hreysti grein
hart skerinu vendi
Andri þreif upp stóran stein
með styrkri sinni hendi.

Óskráð
70.
Ríman
Sér þá jarl Suðrar tveir
sér til beggja handa
dvergar voru dökkvir þeir
djarft á skerinu standa.

Óskráð
71.
Ríman
Suðrar hristu sveipur tvær
saurgar báðar voru
þar kom drjúgt af dismi nær
duft með myrkri stóru.

Óskráð
72.
Ríman
Því var líkt sem saur eður sindur
sviði um odda hvessi
jarl var báðum augum blindur
beint af kynngi þessi.

Óskráð
73.
Ríman
Steypast frá ég þá skerinu af
skelmir þungra branda
Andri þoldi alllangt kaf
uns hann kom til landa.

Óskráð
74.
Ríman
Högni leggst til lands í stað
og litur jarlinn sterka
grimmlega hleypur hann garpnum
gjarn til stórra verka.

Óskráð
75.
Ríman
Rekkurinn færði ruddu á loft
og rekur í breiðan skalla
hefur pínda seggi oft
þá Andri varla.

Óskráð
76.
Ríman
Þá gekk sundur hinn háli haus
harðir jaxlar stukku
Andri varð frá lífi laus
en ljósir gaddar sukku.

Óskráð
77.
Ríman
Hvert hans bein frá ég bragnings kund
braut með hörðu stáli
biður þá dverga darra þund
draga hann fram báli.

Óskráð
78.
Ríman
Stirður og móður er stála týr
sterkur eftir vinnu
hvergi minnkast halnum skýr
heift í brjósti grimmu.

Óskráð
79.
Ríman
Hingað ber ég kvað Högni þá
hilmis dóttur svinna
brúðguma sínum brenni hún hjá
bræðra hefni ég minna.

Óskráð
80.
Niðurlag
Norðri kvað það níðings verk
nönnu hrings granda
hér mun viðris veigin sterk
verða fyrst standa.

Óskráð

Andra rímur, 5. ríma