Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
Lemmata   |   Textatengsl   |   Ordbog β  

Andra rímur, samlestur við AM 129 8vo (129)

13. ríma
Óþekktur höfundur
Grundvallartexti
AM 129 8vo (129)
1.
Formáli
Gleðinnar plag og góðan dag skal gullskorð færa
ef það vill hin unga kæra
auðþöll mun ég skemmtan næra.

Óskráð
2.
Formáli
Menja grund marga stund mælir þetta
ætíð vilda ég auðþöll pretta
af þeim ég því engan létta.

Óskráð
3.
Formáli
Hryggðar ker vill hrinda mér þeim harmi bleikum
fleiri hafa af falda eikum
fengið stríð en varpað leikum.

Óskráð
4.
Formáli
Mansöngs spil um menja Bil skal af munni líða
birti ég heldur um bragna fríða
báru hestum gerðu ríða.

Óskráð
5.
Ríman
Allir senn frá ég afreks menn með ýta mengi
bera þeir hlíf og benja þvengi
brynju skorti varla drengi.

Óskráð
6.
Ríman
Seglin blá eru sett við seggja veldi
blóðughaddan barðið skeldi
borðið skein af linna eldi.

Óskráð
7.
Ríman
Sextán dægur sunda gægur sveimar víða
garpar hrepptu galdra stríða
gyðjan mun þeim auka kvíða.

Óskráð
8.
Ríman
Aldan blá var eigi smá fyrir ægis hesti
gneista hríð og galdra bresti
garpar trúi ég ekki fresti.

Óskráð
9.
Ríman
Vos og hregg varla skorti vaska drengi
átján dægur undrin gengi
ýta lýst hið skoska mengi.

Óskráð
10.
Ríman
Um síðir það sveitin en seglin slíta
eyna Dímon allir líta
illa tók þá gyðju bíta.

Óskráð
11.
Ríman
Eitri spjó en illa þó á ýta mengi
borða skeiðum býsna lengi
búið svo dægur átta gengi.

Óskráð
12.
Ríman
Loksins það lýðurinn á landið ganga
stóra þeir hamra hanga
helli byggði gyðjan stranga.

Óskráð
13.
Ríman
Gargan þá garpa nam grenja af reiði
eitrið mörgum örva meiði
ævi slag með pínu greiði.

Óskráð
14.
Ríman
Helgi bauð hellis auð skulu höldar ganga
látum dyrgju dauðan fanga
og djarflega ríða högg við vanga.

Óskráð
15.
Ríman
Gyðjan ljót með grimmdar hót gómum skelldi
ormur er hálf eitrið seldi
út af sínu góma veldi.

Óskráð
16.
Ríman
Högni lætur höggið mætur á hryðju detta
geysi lítt mun garpnum létta
með gapanda tók hún kjafti þetta.

Óskráð
17.
Ríman
Eggin teit frá ég aldrei beit þó á henni belli
margan rænti hún manninn elli
máttar ár í sínum helli.

Óskráð
18.
Ríman
Allir senn frá ég afreks menn henni leggja
hver man garpa annan eggja
engi mun þó skaða hana seggja.

Óskráð
19.
Ríman
Myrkrar nótt en mengið fær af meinið kalda
til búða sinna bragnar halda
brátt fékk margur dauðann kalda.

Óskráð
20.
Ríman
Gríman leið en gyðjan beið við glúprið stríða
bragnar enn frá búðum ganga
bila þeir ei við eitrið stranga.

Óskráð
21.
Ríman
Allir voru enn sem fyrr á yrpu tóli
grandar rekkum galdra skóli
glúfrið skalf sem léku á hjóli.

Óskráð
22.
Ríman
Helgi lætur af hreysti mætur höggið ríða
sverðið snýst fyrir seggnum blíða
syngur hátt í gramnum fríða.

Óskráð
23.
Ríman
Marbrin slær af megni nær á moldu gyðja dimma
hefur hún svo galdra grimma
grenjar hátt og söng í linna.

Óskráð
24.
Ríman
Högni lemur en kerling kemur kjafti í móti
göddum náði grimm með blóti
gagnast kylfan engu hóti.

Óskráð
25.
Ríman
Fjölnis þys með feikna dys og fölsku ráði
göddum öllum gyðjan náði
gára náði þá eitrið sáði.

Óskráð
26.
Ríman
Stálið blá nam stökkva þá á storða gríði
dugði ekki dverga smíði
deyfði eggjar galdurinn stríði.

Óskráð
27.
Ríman
Enn sem fyrr um odda styr við árin gretta
láta þeir á hana lurka detta
en leikurinn mikill um bergið slétta.

Óskráð
28.
Ríman
Fer enn sem fyrra dag fellur mengi
reiðin sigrar röskva drengi
rekkum dugði vopnin engi.

Óskráð
29.
Ríman
Kroppur er blár og geysi grár á grimmdar flagði
opinn er kjaftur ótt bragði
orðin slík til Högna lagði.

Óskráð
30.
Ríman
Hlaupi þeir með hvassan geir henni í einu
dugi hver með dáðum hreinum
dauða kvíðum ekki neinum.

Óskráð
31.
Ríman
Þeir hlaupa enn hryðju senn og höggin greiða
kerling gerði kjaftinn breiða
kynngi framdi og galdra leiða.

Óskráð
32.
Ríman
Marbrin hljóp hreysti jók á hryðju illa
höldsins náði hún holdi spilla
á heljar stig hún gerði villa.

Óskráð
33.
Ríman
Mikið er kvein mannsins bein hún mýr bragði
drengurinn hreppti dauða af flagði
dýra þannig hreysti lagði.

Óskráð
34.
Ríman
Hreysti þar horfa á höldar greiða
grjótið stór á gyðju leiða
glumdi af slíku fjörvi meiða.

Óskráð
35.
Ríman
Missti líf í málma dríf marga háði
galdra og seiða á grænu láðir
garpar misstu fyrir það náðir.

Óskráð
36.
Ríman
Báli á þeir brenndu þá sem bölvið gisti
gerði haug um geira hristi
gaman og alla skemmtan missti.

Óskráð
37.
Ríman
Velja gull en virðing full þeim vex af slíku
stíga fram ströndu líku
stoltar menn með heiðri líku.

Óskráð
38.
Niðurlag
Boðna skeið á bragna leið skal bíða sinni
lindin bíð ég leggi í sinni
lista vist og Ása minni.

Óskráð

Andra rímur, 13. ríma