Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
Lemmata   |   Textatengsl   |   Ordbog β  

Króka-Refs rímur, samlestur við AM 146 a 8vo (F²)

2. ríma
Óþekktur höfundur
Grundvallartexti
AM 146 a 8vo (F²)
1.
Formáli
Bragða hirslan brestur mér
byrja nokkurn mansöng hér
því er ég jafnan þreyttur og hljóður
þögnin stár í visku rjóður.

Óskráð
2.
Formáli
Góðir menn og geðlegt sprund
geymi allir sína lund
ég mun hljóta stumra um stund
stafkarl einn á bragna fund.

Óskráð
3.
Formáli
Lýðum þannig letrið tér
lítils mun virður hér
sem fátækur og félaus er
og fornan stakk um ævi ber.

Óskráð
4.
Formáli
Hinn jafnan skerst í skrúð
skorðan elskar þennan prúð
kemur hann fram kaupmanns búð
og kann ei síður rotna en húð.

Óskráð
5.
Formáli
Fyrðar missa fegurð og lit
fylgir þar með einnig vit
mælir þetta meistara rit
margir hreppa þvílíkt slit.

Óskráð
6.
Formáli
Frygðar pílan fer um brjóst
fyrðum er það harla ljóst
úr og þurs með gríðar gjóst
geyma visku sér í hóst.

Óskráð
7.
Formáli
Höldar gefi hljóð í sal
horskir menn og drengja val
enn ég býð skemmta skal
skatnar bið ég felli hjal.

Óskráð
8.
Ríman
Birtum hitt hann Barði
broddurinn hann í gegnum smó
bauð hvorki sátt
seima lundur er þegninn vó.

Óskráð
9.
Ríman
Niður lagða ég Norðra far
nýtur drengur í skála var
sætan hitti segginn þar
mun leika belli par.

Óskráð
10.
Ríman
Dofra máls hin dýra hlíð
drósin gekk í húsið fríð
varla sýndist brúðurin blíð
birtir þetta óðar smíð.

Óskráð
11.
Ríman
Drepnir eru hér drengir mín
dauðans kanna þegnar pín
liggur þú með letinni þín
lítil frægð í þessu skín.

Óskráð
12.
Ríman
Vér erum komin í vonda nauð
veiga skorðin talaði rauð
hvort ertu sem bikkjan blauð
burt spenntur frá nógum auð.

Óskráð
13.
Ríman
Kátlega er þér kippt úr ætt
kallsar þannig sprundið mætt
brjóstið þitt er blautt og hrætt
brúðurin fékk ei orða gætt.

Óskráð
14.
Ríman
Brúðurin talar af beiskum móð
betra er þú værir fljóð
og giptist nokkurum geira rjóð
sem gerði upphald vorri lóð.

Óskráð
15.
Ríman
Mætur ansar mektar drengur
móðir vil ég þér minnki sprengur
skjótlega út úr skála gengur
skal þá ekki bíða lengur.

Óskráð
16.
Ríman
Höggspjót þrífur halurinn brátt
hefur það karlinn gamli átt
stígur hann ekki stundum smátt
hann stiklar með ærinn mátt.

Óskráð
17.
Ríman
Spjalda lundur með spjóti ríður
spektin aldrei frá honum líður
illa trúi ég seggnum svíður
svella mun því benja gríður.

Óskráð
18.
Ríman
Bauga Týr bænum renn
bóndans voru verki menn
ýtar hlæja allir senn
undra hátt svo skín í tenn.

Óskráð
19.
Ríman
Dróttin illt er drengir kvað
drjúgum eykst þeim rauna bað
furðu heimskt er fíflið það
sem flasar heim vorum stað.

Óskráð
20.
Ríman
Skjalda Týr af skafti braut
skýr og vanur í gildri þraut
oflangt sýndist örva Gaut
upp reiða föður síns naut.

Óskráð
21.
Ríman
Rann til húsa randa viður
á rekknum tók ýfa fiður
það mun ekki þegnum friður
Þorbjörn hefur lagt sig niður.

Óskráð
22.
Ríman
Gekk um dyrnar geira raftur
grípa mun þann auðnu kraftur
halurinn lýkur hurðu aftur
heiður og sómi er slíkum skaptur.

Óskráð
23.
Ríman
Þorbjörn spyr hver þar fer maður
þá var ekki á orðum staður
Refur kvaðst heita rekkurinn glaður
rammlega spennti unda naður.

Óskráð
24.
Ríman
Hér er ég kominn heimta skil
hverju viltu svara mér til
bóta af þér ég beiðast vil
fyrir Barða er gekk um dauðans gil?

Óskráð
25.
Ríman
Kappinn svaraði klókur í bryst
klæðast mun ég verða fyrst
bíði hönd bóta er lyst
bráðlega gerist til auðar þyrst.

Óskráð
26.
Ríman
Halurinn klæðist harla fljótt
hann mun vilja reyna þrótt
fanturinn tók fuma ótt
frá ég hann hugsar verkið ljótt.

Óskráð
27.
Ríman
Breddu eina og brýni tekur
bóndi hinn er stríðið vekur
margur er oft af minna sekur
mitt í lófa á þegni rekur.

Óskráð
28.
Ríman
Tak bót fyrir Barða hér
brytkníf deigan ég þér
hættan drykk og heljar ker
hann hugsar Ref í brjósti sér.

Óskráð
29.
Ríman
Sverði rykkir seggurinn ljótur
seinn mun verða málma brjótur
af því fellur auðar njótur
yngri maðurinn verður skjótur.

Óskráð
30.
Ríman
Lék hann bónda lítinn hvekk
hann leggur spjóti á miðjan rekk
oddurinn þegar í gegnum gekk
og grimmdar tók í burtu flekk.

Óskráð
31.
Ríman
Þorbjörn fellur þegar á jörð
þeirra var sáttar gjörð
eftir dauðan darra Njörð
dreyrinn rann af lymsku mörð.

Óskráð
32.
Ríman
Gekk úr skála garpurinn frægur
glópurinn hreppti enda dægur
rekkurinn trúi ég reynist hægur
Refur víst í brögðum slægur.

Óskráð
33.
Ríman
Kveðið er slíkt í kátan óð
köstur einn á hlaðinu stóð
viska er sögð af vopna rjóð
víkur þangað hetjan fróð.

Óskráð
34.
Ríman
Hylst í viðnum hreysti mann
halurinn oft til bragða kann
fyrðar ekki fundu hann
fóru þeir um gjörvallt rann.

Óskráð
35.
Ríman
Rann úr sári lifra lauður
þar inni kappinn dauður
skálkur er dreginn úr skála snauður
skatnar grófu hann niður í hauður.

Óskráð
37.
Ríman
Móðir heilsar mætum kund
muntu greina sagði sprund
hvernig skildu fyrðar fund
eða fékktu nokkurn Yggjar mund?

Óskráð
38.
Ríman
Mér kom brýni í brodda dríf
brúði sýndi kappinn kníf
veit ég ei nema léti líf
lundur stáls við fleina kíf.

Óskráð
39.
Ríman
Dauðan hygg ég Þorbjörn þá
þér var maklegt hann slá
voldug talaði veiga
venda munt þú oss í frá.

Óskráð
40.
Ríman
Skal ég kvað svinnust Sjöfnin líns
senda þig til bróður míns
mun bjóða veitir víns
visku prýðir hjarta síns.

Óskráð
41.
Ríman
Gestur mun kvað gullhlaðs Lín
garpinn svipta allri pín
sparar hann hvorki vist vín
vel kann halda drengi sín.

Óskráð
42.
Ríman
Sætan gaf honum svo hef ég spurt
söðla mar með lit og kurt
Refur hinn fróði bjóst í burt
brúðar var eigi andlit þurrt.

Óskráð
43.
Ríman
Lofðung himna leysi grönd
ljúfur í burt af kappans hönd
rekkurinn forðist ráðin vönd
ríður hann á Barðaströnd.

Óskráð
44.
Ríman
Kemur í Haga og kempu finnur
kappinn þessi harla stinnur
garpurinn jafnan gæfu vinnur
Gestur er úti spakur og svinnur.

Óskráð
45.
Ríman
Gestur fagnar geymi hnoss
gjarn og snar í odda foss
vekominn skaltu vera með oss
veittu hvorir öðrum koss.

Óskráð
46.
Ríman
Greinir Refur þá sorgar síg
sagði Gísli bóndans víg
það var loksins þrautar ríg
Þorbjörn gekk um dauðans stíg.

Óskráð
47.
Ríman
Gestur talar við garpinn þann
er gildan þegn með spjóti vann
býð ég ekki boð fyrir hann
bæti ég engu lymsku mann.

Óskráð
48.
Ríman
Dvelst hjá Gesti drengurinn hnár
djarfur í lund og rómu knár
mun veita seggjum sár
og síðan launa heiftar dár.

Óskráð
49.
Ríman
Listar maður er lyndis hreinn
liggur vegur til gæfu beinn
það skal greina fræða fleinn
frændur hittust morgun einn.

Óskráð
50.
Ríman
Gesti býður hann góðan dag
greini ég slíkt í mínum brag
þeir settust niður með sæmdar plag
seggir tóku annað lag.

Óskráð
51.
Ríman
Herma frá ég svo hygginn Gest
hverja íþrótt kanntu best
vera mun ekki á vísu frest
viskan trúi ég ráði mest.

Óskráð
52.
Ríman
Listar maður er líkur Án
leystur burt frá allri smán
haglegt smíð og hamingju lán
hefur þú ekki keypt í rán.

Óskráð
53.
Ríman
Bát hef ég ætlað beint í höll
búa skal mér til kempan snjöll
svo hann strjúki vinds um völl
og vinni þar með ósa tröll.

Óskráð
54.
Ríman
Fleygir mælti Fenju grips
mér járn til stærra skips
þá mun býtir báru svips
brjótinn smíða öldu rifs.

Óskráð
55.
Ríman
Gestur er kænn við greipar skafl
garpurinn kunni sund og tafl
þetta reynist þeygi drafl
þangað lét hann færa afl.

Óskráð
56.
Ríman
Virðar reyna visku brum
verður þetta lítið fum
líst mér ekki á lýða skrum
lát hér engan ganga um.

Óskráð
57.
Ríman
Virðing trúi ég vaxi meir
víst er þessi kænn við geir
lék til járn og lúði eir
líða svo fullir mánaðir tveir.

Óskráð
58.
Ríman
Listar maðurinn læsir naust
lukkan jafnan er honum traust
það skýra rímna raust
reynir kappinn hamra bust.

Óskráð
59.
Ríman
Snyrti maðurinn snúðugt lætur
snemma rís hann oft á fætur
háttar síðast halurinn mætur
hann mun prófa visku rætur.

Óskráð
60.
Ríman
Geta skal þess gæsku prófs
Gestur sendi mann til hrófs
stolta kunni stilling hófs
stála Týr bani var þjófs.

Óskráð
61.
Ríman
Hinn kom aftur hæfilátur
halur brytjar vörgum átur
sést ei slíkur sela bátur
svaraði þannig rekkurinn kátur.

Óskráð
62.
Ríman
Kólgu björn hefur kappinn reist
kalla ég lyndið ekki þeyst
og svo nýja nagla kreist
niður í gegnum borða leist.

Óskráð
63.
Ríman
Gestur kveðst ætla ganga og sjá
greinir þannig letrið frá
beint mun hyggja báti þá
bóndi rétt sem skilja má.

Óskráð
64.
Niðurlag
Fjölnis bjórinn fellur um segg
er foldar kann tálga skegg
því mun önnur durnis dregg
detta niður af orða vegg.

Óskráð

Króka-Refs rímur, 2. ríma