Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
Lemmata   |   Textatengsl   |   Ordbog β  

Króka-Refs rímur, samlestur við AM 146 a 8vo (F²)

3. ríma
Óþekktur höfundur
Grundvallartexti
AM 146 a 8vo (F²)
1.
Formáli
Mér er fátt um mansöngs vers
mega það ýtar skilja
hyggi hróðurinn les
hef ég til nokkurn vilja.

Óskráð
2.
Formáli
Fæst ég ei við frúr heim
fátt kann drengur ljóða
svo er mér leitt semja þeim
Suðra bátinn góða.

Óskráð
3.
Formáli
Kemur húsi kyrtla meiður
þar kvæðið gladdi rekka
við bragna varð ég beint svo reiður
mér bauðst þó vín drekka.

Óskráð
4.
Formáli
Fengnar voru mér fjórar tintur
fals af einni Þrúði
margur verður á mjöðnum ginntur
missti hann fyrir það brúði.

Óskráð
5.
Formáli
Kannan stóð með kurteist vín
kvinnan gerir bjóða
drósin vildi draga til mín
drykkinn þann hinn góða.

Óskráð
6.
Formáli
Önnur heldur Óska bjór
engu var minni
fylgir henni fegurðin stór
og fremd í hverju sinni.

Óskráð
7.
Formáli
Þá kom enn hin þriðja til
það var milskuð rósa
gaf fram allar gullhlaðs Bil
gott er slíku hrósa.

Óskráð
8.
Formáli
Af þeim tók ég enga baun
sem orðnótt höfðu meiri
fornu heldur fékk ég raun
fulla krús af leiri.

Óskráð
9.
Formáli
Brjóstið drakk í burt af krús
beiskan trega og stríðan
því er ég jafnan hraktur um hús
hata mig fljóðin síðan.

Óskráð
10.
Formáli
Ferju Hárs og fræði stefs
fram á geim skal hrinda
ég mun verða rímu Refs
með reipi saman binda.

Óskráð
11.
Ríman
Hvarf ég frá þar halurinn situr
hlunna björn smíða
kappinn þótti kænn og vitur
kom spurnin víða.

Óskráð
12.
Ríman
Gestur frá ég gekk af sæng
og garpurinn þangað vendi
lagði yfir hann ljúfan væng
lengi sefur þú frændi.

Óskráð
13.
Ríman
Mælti þannig meiðir gulls
við málma Þundinn fríða
hvort er báturinn búinn til fulls
þú býst ekki smíða.

Óskráð
14.
Ríman
Kappinn mælti karskur þá
kænn í éli geira
ganga skaltu garpur sjá
geri ég þar ekki meira.

Óskráð
15.
Ríman
Bauga lundur og bóndinn fríður
báða tel ég þá hrausta
ýtar reika ekki síður
ofan sjó til nausta.

Óskráð
16.
Ríman
Lista maður á lægis jór
líta náði um stundir
bónda þótti báturinn stór
búa mun nokkuð undir.

Óskráð
17.
Ríman
Göfugur mælti Gestur þá
gjarn á fróðleiks dæmi
þetta smíði þakka
þú hefur fullgott næmi.

Óskráð
18.
Ríman
Heldur líst mér ferjan fögur
fullvel trúi ég hún renni
sækjast vel saltur lögur
og síldar jörð á henni.

Óskráð
19.
Ríman
Í annan tíma odda grér
ansar máli snjöllu
græðis hestinn gef ég þér
hann gangi um laxa völlu.

Óskráð
20.
Ríman
Fram á veturinn færist þá
fólkið tamdi leika
dvaldist Gesti drengurinn hjá
dreifir gullsins bleika.

Óskráð
21.
Ríman
Gelli nefni ég garpinn þann
er glímu fremja vildi
rekkum þótti röskur mann
og reyndi jafnan hildi.

Óskráð
22.
Ríman
Sigríður hét silki gátt
var Gellis móðir
bónda hafði brúðurin átt
og bjó við linna slóðir.

Óskráð
23.
Ríman
Þóttist ekki þegninn rýr
það var nokkurn tíma
skjalar hann margt við skjalda Týr
skaltu verða glíma.

Óskráð
24.
Ríman
Ætlar hann við arfa Steins
aflið sitt reyna
það mun koma honum mjög til meins
ég ei slíku leyna.

Óskráð
25.
Ríman
Halurinn gerði hlaupa skref
og hótin vildi megna
fékk hann ekki felldan Ref
og fór alla vegna.

Óskráð
26.
Ríman
Glíma þeirra er geysi löng
garpar voru stríðir
þannig létti laufa söng
linaðist hinn um síðir.

Óskráð
27.
Ríman
Litlu síðar laufa viður
lætur garpinn falla
keyrir hann á klakann niður
kesju rjóð hinn snjalla.

Óskráð
28.
Ríman
Olnbogar sprungu og ennið brátt
á eyði grænna skjalda
seggnum var við sárin dátt
sjálfur mun hann því valda.

Óskráð
29.
Ríman
Þegninn sprettur þegar upp reiður
og þrífur sínar gerðar
lýstur spjóti laufa meiður
lítt kom Refs á herðar.

Óskráð
30.
Ríman
Hól og skrum hefur Gellir gert
gys slíkum látum
Refur mun blóðga benja hjört
á bauga lundi kátum.

Óskráð
31.
Ríman
Ýtar fundust eftir jól
úti á veginum breiða
trúi ég ekki sjáist sól
sveigir Grettis meiða.

Óskráð
32.
Ríman
Gelli talaði garpurinn við
gys skal ég þér launa
upp frá ég grípa öxi smið
ýtum ber til rauna.

Óskráð
33.
Ríman
Hönd í burt af halnum sníður
á hol með miklu fári
drengurinn féll í dauðann stríður
dreyrinn féll úr sári.

Óskráð
34.
Ríman
Refur nam brátt ríða heim
rausnar garpurinn mesti
kappinn vakur í sverða sveim
sagði vígið Gesti.

Óskráð
35.
Ríman
Þú hefur hefnt þín þó með sæmd
þveitir nöðru palla
mörg eru smærri málin dæmd
mun þér frítt varla.

Óskráð
36.
Ríman
Lét hann ekki lengi frest
listar mann spyrja
hvort skal kappinn kólgu hest
keyra til byrja?

Óskráð
37.
Ríman
Þegninn ansar þegar í stað
þýðum reyni spanga
Grænlands vilda ég garpurinn kvað
góðar hafnir fanga.

Óskráð
38.
Ríman
Farkost allan skalt þú
ferð mun ekki dvína
síðar hitti ég silki brú
svinna móður þína.

Óskráð
39.
Ríman
Öðling sem öllu ræður
efli þig til bóta
lægis bál og linna glæður
lukku megir þú hljóta.

Óskráð
40.
Ríman
Víða munu þín verkin stór
verða lögð í minni
rekkurinn láttu rita til vor
rétt af frásögn þinni.

Óskráð
41.
Ríman
Stoltar maður lét strjúka far
á strauminn harla víðan
frægir skildu frændur þar
og fundust aldrei síðan.

Óskráð
42.
Ríman
Fjörðinn hitti frægðar drengur
furðu langur er þessi
bússan inn í botninn gengur
byrjaði hlunna essi.

Óskráð
43.
Ríman
Kappinn gengur kólgu frá
kátur í allan máta
líst fullvel landið á
ljúfum stýri báta.

Óskráð
44.
Ríman
Skjalda lundur í skála var
skilinn við harminn styggðar
fagra smíðaði ferju þar
og flutti hana til byggðar.

Óskráð
45.
Ríman
Bragnar nefna bæinn í Hlíð
er björn á fyrir ráða
hittu þeir um haustið síð
hreyti ofnis láða.

Óskráð
46.
Ríman
Hans er dóttir Helga nefnd
heiðurs vífið mesta
kvinnan var til kærleiks stefnd
og kunni prýði flesta.

Óskráð
47.
Ríman
Garps var ekki um gæfu skipt
Gests mun hann njóta bæna
fest var Ref falda nift
fékk hann sprundið væna.

Óskráð
48.
Ríman
Skorti ekki skæran seim
skjalda rjóð í landi
var Björn á vist með þeim
um veturinn firður grandi.

Óskráð
49.
Ríman
Heiðurs maðurinn hraustur og góður
harla vænn í kífi
viðbúinn tók þá bauga rjóður
er Björn var sviptur lífi.

Óskráð
50.
Ríman
Fríða arfa fæddi sjá
falda lindin bjarta
Stein og Björn skulu stuðlar tjá
sterka menn í hjarta.

Óskráð
51.
Ríman
Rekkurinn trúi ég reynist einn
sem rímu skýrir texti
Þormóður hét þessi sveinn
þrifmannlegur vexti.

Óskráð
52.
Ríman
Börnin vaxa bónda meður
beint og læra sóma
þetta frá ég þegninn gleður
og þellu ægis ljóma.

Óskráð
53.
Ríman
Síst var honum og segir það letur
sæmda neinna á milli
auðgast Refur þar átta vetur
með allri sæmd og snilli.

Óskráð
54.
Niðurlag
Bóndinn situr á breiðri jörð
og byggir fyrst í náðum
lýkst hin þriðja ljóða gjörð
lokið er mærðar sáðum.

Óskráð

Króka-Refs rímur, 3. ríma