Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
Lemmata   |   Textatengsl   |   Ordbog β  

Króka-Refs rímur, samlestur við AM 146 a 8vo (F²)

4. ríma
Óþekktur höfundur
Grundvallartexti
AM 146 a 8vo (F²)
1.
Formáli
Mér er ekki mælskan kring
miðla neitt af ljóða bing
því er ég rekinn úr ræktar hring
í raunar punkt og sorgar sting.

Óskráð
2.
Formáli
Afmors vers um auðar
ýtar hafa í sinni skrá
lofað er mér svo lítt sjá
letrin kann ég ekki tjá.

Óskráð
3.
Formáli
Kemur manni kátlegt raus
kuggurinn er drykkjarlaus
þunglega við mér þjóðin hnaus
þrauta élið svall og fraus.

Óskráð
4.
Formáli
Það var forðum fyrða siður
fræðin keypti mærðar smiður
Suptungs bjór og sinni viður
settist ég hjá Óðni niður.

Óskráð
5.
Formáli
Skenkti hann þeim af skálum sín
skýra mjöð og klára vín
austan fluttist allt yfir Rín
ekki kom það neitt til mín.

Óskráð
6.
Formáli
Þeim sem hafnar þorna nift
það verða margföld skrift
sorgin hefur í sinnu drift
sundur allri gleðinni kippt.

Óskráð
7.
Formáli
Hinn fljóði ekki ann
ellin trúi ég sigri hann
snót er jafnan snögg við þann
snýst þá nauð í visku rann.

Óskráð
8.
Formáli
Ríman hlýtur rísa upp
rekkar bið ég hlýði
þar sem setti bóndinn
blíður og keypti unga frú.

Óskráð
9.
Ríman
Býtti auði bóndinn Refur
bauga lundurinn visku grefur
ýtum jafnan auðinn gefur
ekki lengi á morgna sefur.

Óskráð
10.
Ríman
Heldur jafnan hamars um skaft
hraustan ég ég þann geira raft
fullur upp með fremd og kraft
frá sér slítur rauna haft.

Óskráð
11.
Ríman
Bóndinn forðast löst og lygð
leiddur í burt frá allri styggð
stundar hvorki á stuld blygð
stoltari er engi í þeirri byggð.

Óskráð
12.
Ríman
Það skal birta brögnum stef
börnin vaxa upp hjá Ref
þeir kunna bæði skot og skref
skeggið hvítt en glóbjart nef.

Óskráð
13.
Ríman
Helga er sig hæversk brúður
halnum unni svanninn prúður
gætir vel sín gullhlaðs Þrúður
ginna hana engi trúður.

Óskráð
14.
Ríman
Um Ref skulu ekki rekkar enn
ræða fleira þrátt í senn
nægtin orða niður við tenn
nefna hlýtur fleiri menn.

Óskráð
15.
Ríman
Vík skal nefna vænan
var hann ei fjærri dökkum
þar bjó leiðast lymsku hræ
er lasta jafnan kveikti flæ.

Óskráð
16.
Ríman
Þorgils heitir þegninn sterkur
þótti ekki í lyndi merkur
illsku fullur öfundar sterkur
innan þrútnar honum um kverkur.

Óskráð
17.
Ríman
Fanturinn hafði fengið sprund
fjóra á syni við bauga hrund
Þorsteinn hefur ei þýða lund
Þengill rænir alla stund.

Óskráð
18.
Ríman
Verð ég Orm og Teit tjá
telst Ólafur hinn fjórði í skrá
áttu systur ýtar þá
Ólöf heitir menja Ná.

Óskráð
19.
Ríman
Segg var gift þeim silki grund
er síðar kemur í óðar mund
Gunnar nefni ég geira lund
er gekk eiga þriflegt sprund.

Óskráð
20.
Ríman
Víkurskalli er varla dæll
vondari finnst hér ekki þræll
halur er sjaldan happa sæll
honum mun aukast sorgar væll.

Óskráð
21.
Ríman
Lýðir kveikja lymsku runn
löstu bera þeir sér í munn
efnin slík eru ei forgrunn
illska þeirra er flestum kunn.

Óskráð
22.
Ríman
Leggjum niður lymsku tíð
látum standa fyrst um hríð
verð ég aftur víkja í Hlíð
viska er þar meiri fríð.

Óskráð
23.
Ríman
Hreysti maðurinn heima situr
harla vænn er garpsins litur
kappinn þótti kænn og vitur
hann kunni rjóða stálin bitur.

Óskráð
24.
Ríman
Frár er bangsi og ferðum snýr
finna vill hann stála Týr
skilja þótti skjalda ýr
skylmast mátti ei við dýr.

Óskráð
26.
Ríman
Í hrófi sínu hafði læst
hvassa öxi kempan glæst
aftur veik með afrek stærst
og illa þótti hafa orðið næst.

Óskráð
27.
Ríman
Snjór var fallinn snöggt á hauður
snyrti maður var ekki blauður
seggurinn lítur sára lauður
sér hann glöggt björn er dauður.

Óskráð
28.
Ríman
Bóndinn heim til bæjar gekk
brúðurin fagnar garpnum þekk
sæmdar maðurinn sest í bekk
og segir fyrst af lymsku hvekk.

Óskráð
29.
Ríman
Bræður komu fyrir bóndans dyr
brátt man aukast nokkur styr
þeirra er tungan þeygi kyrr
Þorgils eftir föngum spyr.

Óskráð
30.
Ríman
Þegnar mæltu þá svo greitt
þeir hafi ekki fiskað neitt
nema hvítabjörn með höndum veitt
höldar gátu dýrið seitt.

Óskráð
31.
Ríman
Aulinn talar sem inni ég frá
uppihaldið sem skýra
geri þér kvað garpurinn
gæði vorum byggðum á.

Óskráð
32.
Ríman
Það við sjálft kvað lymsku hvinn
leggjast mundi hlutur á skinn
Refur vill sýna ragdóm sinn
ræður þetta kempan svinn.

Óskráð
33.
Ríman
Þorgils bóndi þegir um stund
þengill talar með illa lund
reikna munum vér randa Þund
rétt sem annan blauðan hund.

Óskráð
34.
Ríman
Hygg ég ei hvatur við brand
ef halurinn kemur í nokkuð grand
lítt mun kunna rjóða rand
röktum vér í sporum hans hland.

Óskráð
35.
Ríman
Af Ísalandi fyrr tók far
frá ég hann mátti ei dveljast þar
huglaust jafnan höfuðið bar
við hann tala skemmdar par.

Óskráð
36.
Ríman
Fátt hef ég átt við fleina njót
frá ég svo mæla örva brjót
hina níundu hverju nótt var snót
og nálega þurfti karlmanns bót.

Óskráð
37.
Ríman
Skömm var þessi skjót og stinn
er skræfan þessi drógst hér inn
getum hans ei kvað garpur um sinn
Grænland ber því rjóða kinn.

Óskráð
38.
Ríman
Feðgar létu falla tal
og fóru inn í gautsins sal
þeir munu kanna dauðans dal
drjúgum fyrir sitt lymsku hjal.

Óskráð
39.
Ríman
Bræður tóku búa sig skjótt
bjarnar slátur var þá sótt
ræðir þetta rekka drótt
Refur lítt mjög kænn við þrótt.

Óskráð
40.
Ríman
Flýgur víða flærðar strengur
fréttir þetta afreks drengur
leikur í brjósti línu þvengur
litlu betur en annar sprengur.

Óskráð
41.
Ríman
Einn dag hittir Þormóður þegn
þessi er fús í geira regn
talar hann þá með tungu megn
traustur maðurinn vitur og gegn.

Óskráð
42.
Ríman
Þorgils synir með þungan hvoft
þig hafa lagt í ræður oft
höldar slíku halda á loft
hér gera menn gys og spott.

Óskráð
43.
Ríman
Bæði tókst land og láð
legg ég þar til nokkuð ráð
er þér best með dygð og dáð
drengjum veita feigðar sáð.

Óskráð
44.
Ríman
Mælti þannig menja grér
mektugur sem frækinn er
hver maður skyldi sjá fyrir sér
sérlega áður en stórt til ber.

Óskráð
45.
Ríman
Bóndinn leggur auðinn af
áður forðum peninga gaf
bússu sína býr á haf
bragða snekkju og siglu staf.

Óskráð
46.
Ríman
Halurinn stofnar heimboð snart
höldar komu þar með skart
vínið gefur hann virðum bjart
víst af mjöðnum nokkurn part.

Óskráð
47.
Ríman
Rekkurinn hefur í ráðagjörð
við ríkan nokkurn fleina Njörð
selja vill hann sína jörð
sæmdin mun honum ekki spörð.

Óskráð
48.
Ríman
Garpurinn kunni á góðu skil
greinir þetta vísna spil
kunni ég aftur koma hér til
kaupið laust skal þegar ég vil.

Óskráð
49.
Ríman
Seldar hefur hann sínar eigur
mun ekki reiknast deigur
auðar lundurinn orku seigur
ætla ég Þorgils feigur.

Óskráð
50.
Ríman
Burtu vendar fólkið frítt
fræðið vill svo greina mitt
tók hann af því traustan kvitt
tólf menn buðu honum fylgi sitt.

Óskráð
51.
Ríman
Ekki skulu þér auka starf
eftir mitt hið litla hvarf
síðar meir ég segja þarf
siglu þá búa til karf.

Óskráð
52.
Ríman
skal segja nokkura grein
nauðin leikur í hyggju stein
halurinn smíðar hræva tein
hann mun ætla vinna mein.

Óskráð
53.
Ríman
Á lágu skafti er linna skóð
leggja mátti og vega með þjóð
hvatti svo á hári stóð
hvöss var þessi benja glóð.

Óskráð
54.
Ríman
Kurteist vopn er komið í lag
kappinn vill prófa slag
til Víkur gekk með visku plag
varð það næsta síð um dag.

Óskráð
55.
Ríman
Stendur Þorgils starfi á
stykkin taldi katli frá
inn í hús réð garpur
á gólfi miðju vill hann stá.

Óskráð
56.
Ríman
Hver gekk inn í hús til mín
hrókurinn mælti ekki fín
greinir Refur og segir til sín
sviptur allri neyð og pín.

Óskráð
57.
Ríman
Rammlega gerist ég reykjar móður
rekkurinn mælti ekki góður
kenni ég þig ekki kesju rjóður
kom þú fulsæll fóstri góður.

Óskráð
58.
Ríman
Allir hljóta svara fyrir sig
sagði Refur og jók þá stig
bóta ætla ég biðja þig
byrjað hafi þér illt um mig.

Óskráð
60.
Ríman
Reynir spjótið röskur smiður
raumsins var þá úti friður
hann klaufa bónda í herðar niður
hrapar á gólfið málma viður.

Óskráð
61.
Ríman
Víkur hann ofan vatna gram
vopna eftir þennan sam
þegninn bíður þar við fram
því næst heyrði hann ára glam.

Óskráð
62.
Ríman
Þengill stökkur þegar af skeið
þegni tókst ei ferðin greið
hinn kom með hræva seið
og höfuð í burtu af honum sneið.

Óskráð
63.
Ríman
Greinan Þorstein gerir og svo
geirinn Refr í blóði þvo
listar maðurinn lyddu
lék hann þannig bræður tvo.

Óskráð
64.
Ríman
Forðið ykkur fljótt um stund
fengið hef ég kvað Þorsteinn und
bróðir minn á breiðri grund
bana fékk út af hræva lund.

Óskráð
65.
Ríman
Innir þetta ýtum les
öðru megin girði nes
björg hamrar flúr og fles
fagra skóga prýðir gres.

Óskráð
66.
Ríman
Lýðir vildu lengja för
leita undan örva bör
hetjan varð þeim heldur snör
hann gaf báðum dauðans kör.

Óskráð
67.
Ríman
Deydda hefur hann feðga fimm
furðu var hefndin grimm
næsta var nóttin dimm
nausta gekk hann upp frá vimm.

Óskráð
68.
Ríman
Hlunna er hesturinn bræddur
harla nógum peningi gæddur
situr við æginn segli klæddur
seggurinn bíður kára ómæddur.

Óskráð
69.
Ríman
Þormóður býst hinn snotri snöggt
snúðugt er fólkið stökkt
borða ess er báru klökkt
burtu strauk með vindi hrökt.

Óskráð
70.
Niðurlag
Seggurinn skilst við sveitir brátt
var kænn í randa þátt
felli ég niður fjórða þátt
fræða hurðin skellur í gátt.

Óskráð

Króka-Refs rímur, 4. ríma