Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
Lemmata   |   Textatengsl   |   Ordbog β  

Króka-Refs rímur, samlestur við AM 146 a 8vo (F²)

5. ríma
Óþekktur höfundur
Grundvallartexti
AM 146 a 8vo (F²)
1.
Formáli
Lítinn kann ég ljóða þátt
lýðum fram segja
heldur er mér til hróðrar fátt
hlýt ég oft þegja.

Óskráð
2.
Formáli
Þeim heiðri halda á loft
höldar listir kunna
góðar kvinnur og göfugar oft
gömlum mönnum unna.

Óskráð
3.
Formáli
Það vil ég segja seggjum
af sönnum visku brunni
lasti engi ljósa frú
þó liljan eldast kunni.

Óskráð
4.
Formáli
Mörgum er það mein og skrift
mikil er nauðin stranga
hugsa þeir um hringa nift
hvernig til mun ganga.

Óskráð
5.
Formáli
Dándikonur og dýrleg sprund
drengjum blíðu veita
hofmenn kunna hverja stund
heiminum eftir leita.

Óskráð
6.
Formáli
Þeir mega yrkja um unga frú
sem allan kunna sóma
skaparinn veitir skötnum trú
og skemmtilegastan blóma.

Óskráð
7.
Ríman
Hvarf ég frá þar bóndinn blíður
bjóst af Grænalandi
vopna lundur vitur og fríður
varð honum fátt grandi.

Óskráð
8.
Ríman
Sigla frá ég seima Njörð
með sanna spekt og gæði
inn í þann hinn forna fjörð
sem fyrr var getið í kvæði.

Óskráð
9.
Ríman
Lýðir fóru leita Refs
langt um fjörðinn inni
sérlega neyttu seggir skrefs
söltu karfa minni.

Óskráð
10.
Ríman
Fjóra veturnar fór svo samt
fannst kappinn hvergi
seggjum þótti hann sýnt og skammt
siglt hafa undan bergi.

Óskráð
11.
Ríman
Bárður hét bauga njótur
er byrjar nokkurn vanda
var í ferðum furðu skjótur
og fór í millum landa.

Óskráð
12.
Ríman
Garpurinn oft til Grænlands fór
og gerði silfur kaupa
vaskur kunni vopna Þór
fyrir virðum margt raupa.

Óskráð
13.
Ríman
Handgenginn var hjörva lundur
Haraldi kóngi ríkum
síðar meir mun sónar mundur
segja af garpi slíkum.

Óskráð
14.
Ríman
Til Bárðar víkur bragrinn aftur
búin er snekkja á ægi
einhvern tíma örva raftur
öðling hitti hinn frægi.

Óskráð
15.
Ríman
Spurði kóngur spjóta meið
spakur í öllum greinum
hvort skal kappinn halda skeið
hlunna birni einum?

Óskráð
16.
Ríman
Til Íslands hefði ég ætlað mér
kvað eyðir nöðru skíða
lofðung talar sem letrið tér
láta muntu bíða.

Óskráð
17.
Ríman
Gramur réð inna garpnum skjótt
til Grænlands muntu víkja
þar pening af fríðri drótt
og flytja til vorra ríkja.

Óskráð
18.
Ríman
Fylkir mælti fleira en eitt
við fleygi ofnis láða
þegninn talar þá svo greitt
þú skalt öllu ráða.

Óskráð
19.
Ríman
Skildist hann við skatna þar
skjótt og herrann kvaddi
seggurinn tók sigla um mar
sveitir byrinn gladdi.

Óskráð
20.
Ríman
Ýtar láta út í haf
öldu dúfu strjúka
byrinn allvel brögnum gaf
blés þá vindur í dúka.

Óskráð
21.
Ríman
Fékk hann af því fulla styggð
fleygir dýnu linna
víkur hann í vestri byggð
og vildi Gunnar finna.

Óskráð
22.
Ríman
Komin er þangað kempan
með karska sína bragna
Gunnar hitti garpinn
og gerði honum fagna.

Óskráð
23.
Ríman
Fjárhlut allan flutti heim
fleygir nöðru stétta
Bárður dvelst hjá bónda þeim
ber margt til frétta.

Óskráð
24.
Ríman
Vill Bárður vekja styr
um vetur er leið jólum
seggja tunga er sjaldan kyrr
sátu menn á stólum.

Óskráð
25.
Ríman
Eitt sinn talaði Bárður blítt
við bóndann Gunnar inni
mágur þinn fékk mein svo strítt
mál er slíku linni.

Óskráð
26.
Ríman
Er það satt sem sagt var mér
seggur á yðru veldi
feðgar væri felldir hér
fimm á einu kveldi?

Óskráð
27.
Ríman
Gunnar segir það gerði einn
geymir Óðins tjalda
hann var ei til hræðslu seinn
og hélt á æginn kalda.

Óskráð
28.
Ríman
Seggurinn tók við sétta mann
sigla á báru ormi
drengir ætla dauðan hann
og druknað hafa í stormi.

Óskráð
29.
Ríman
Hafi þér nokkuð halurinn kvað
hefnda farið leita
Gunnar ansar glöggt í stað
gerir oss þungt veita.

Óskráð
30.
Ríman
Kappinn ansar kænn við sverð
kunni litla prýði
ógurleg er afturferð
á yður bóndinn þýði.

Óskráð
31.
Ríman
Förum í vor á fiska grund
og flýtum þessu kífi
hitti ég ekki hjörva lund
hann skal ekki á lífi.

Óskráð
32.
Ríman
Þýðir fella þegnar tal
þessu játar Gunnar
bjuggust þeir á bylgju dal
Bárður þetta nunnar.

Óskráð
33.
Ríman
Kappar stigu á kólgu björn
kjölurinn rann frá sandi
strauma hestur strauk um tjörn
þeir stýrðu burt frá landi.

Óskráð
34.
Ríman
Mælti er mæðing hlýtur
meiðir stinnra spjóta
förum vér þar til fjöllum skýtur
og fjörðu náir þrjóta.

Óskráð
35.
Ríman
Vandi þeirra vex meir
virðar mega það sanna
um fjörðu marga fóru þeir
og fundu ekki manna.

Óskráð
36.
Ríman
Ýtar komu í eina vík
þar aldan skerst fyrir tanga
þar vill hvíla þjóðin rík
og þegnar náðir fanga.

Óskráð
37.
Ríman
Bárður stígur bátinn á
beint og leita vildi
aftur og fram um allan sjá
öslar halurinn gildi.

Óskráð
38.
Ríman
Drengurinn fékk svo djúpa skamm
dauðinn frá ég hann sækti
alla vega aftur og fram
inn í landið krækti.

Óskráð
39.
Ríman
Þetta kemur á Bárðar bak
bragnar trúi ég það virði
þegninn sér hvar þangið rak
þvert úr einum firði.

Óskráð
40.
Ríman
Reika frá ég röskvan hal
rétt sem úlfinn svangan
standa leit hann stóran dal
stunda mikinn og langan.

Óskráð
41.
Ríman
Kappinn hefur kannað land
kann ég slíkt greina
spejarinn hitti spilltur með grand
spóna hrúgu eina.

Óskráð
42.
Ríman
Kemur til skips fyrir kappa sveit
og kynnir mönnum spæni
var hagur í hyggju reit
hjörva lundurinn kæni?

Óskráð
43.
Ríman
Gunnar segir garpurinn hnár
gerði flestallt smíða
mörgum veitti mönnum sár
mun svo hljóta bíða.

Óskráð
44.
Ríman
Vær skulum ekki veginum frá
vorum fótum málga
á ævi minni ég engan
annan fegra tálga.

Óskráð
45.
Ríman
Köppum var kunnug slóð
kólgu stýra rakka
virðar litu hvar virkið stóð
víst á sjóvar bakka.

Óskráð
46.
Ríman
Skoða þeir glöggt með skjótri grein
skatnar þangað renna
fyrðum sýndist fjöl þar ein
en felling enga kenna.

Óskráð
47.
Ríman
Kemur á virkið karskur maður
og kvaddi bóndann ríka
fréttum spurði furðu glaður
frægðar drengi slíka.

Óskráð
48.
Ríman
Beri þér eld bursta hjört
Bárður réð svo mæla
svikarans ráðum svo var gert
svinna kveður hann þræla.

Óskráð
49.
Ríman
Lækrinn slökkur logandi bál
er lagar úr virki hreinu
dugði ekki drengnum tál
drjúgt með bragði neinu.

Óskráð
50.
Ríman
Kemur á virkið karskur mann
köppum réð inna
sækist yður seint kvað hann
seggja hús vinna.

Óskráð
51.
Ríman
Hælast máttu halur um það
hér af kynngi þinni
vér munum hljóta víst í stað
venda héðan sinni.

Óskráð
52.
Ríman
Ef þú þorir kvað örva grér
til annars vorsins þreyja
skaltu þá skjalarinn tér
fyrr skötnum Gunnars deyja.

Óskráð
53.
Ríman
Ekki er víst þó ég hér
aðra veturnar fjóra
seggir vinni sigur á mér
með sveina flokkinn stóra.

Óskráð
54.
Ríman
Héðan í burtu ég hvergi renn
hetjan svarar hin fróma
vekja megi þér vitrari menn
vakta yðvarn sóma.

Óskráð
55.
Niðurlag
Bússan tók þá báru hlaup
í burtu munu þeir venda
falli Hárs hið fimmta staup
fræði er komið á enda.

Óskráð

Króka-Refs rímur, 5. ríma