Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
Lemmata   |   Textatengsl   |   Ordbog β  

Króka-Refs rímur, samlestur við AM 146 a 8vo (F²)

6. ríma
Óþekktur höfundur
Grundvallartexti
AM 146 a 8vo (F²)
1.
Formáli
Tungu jurtur tók ég millum tveggja vatna
græðari minn geymir skatna
gefi árið mætti batna.

Óskráð
2.
Formáli
Hallast tekur á hofstað víst hin háva krúna
burtu reikna ég blíðu snúna
barna leika kallast núna.

Óskráð
3.
Formáli
Allt er komið ösku fram og eldi megnum
sorgar strengur er sýndur þegnum
sjá mega blindir slíkt í gegnum.

Óskráð
4.
Formáli
Villidýrin velta sér með vagna fjóra
búin rífa bíta og klóra
burt allt hremma laus af stjóra.

Óskráð
5.
Formáli
Mætan herrann misstum vér af magni stríðu
hreppti margur harm og kvíðu
höfuðið gekk í burt af síðu.

Óskráð
6.
Formáli
Kónginn Ólaf kappar grétu og kurteis mengi
þann er hryggir lát oss lengi
lifir með trega ef blíðkar engi.

Óskráð
7.
Formáli
Hofmenn þeir sem halda vilja heiðri sínum
kunna fátt í lista línum
nema leika sér bögunum mínum.

Óskráð
8.
Formáli
Tekst upp sorgin tignir garpar týna baugi
mun hann líkjast moldar haugi
maðurinn verður skjótt draugi.

Óskráð
9.
Formáli
Hamingjan slíðri hrotta sinn þó hofmenn brýni
almáttigur guð engum týni
og öllum nokkura miskunn sýni.

Óskráð
10.
Ríman
Semja vilda ég sjötta spil af sæmdar manni
þar sem byggði Refur í ranni
rekkar hans og tiginn svanni.

Óskráð
11.
Ríman
Haraldur kóngur hittir Bárð og hann vill frétta
sjóli spyr með sönnum létta
sagði hinn frá allt hið rétta.

Óskráð
12.
Ríman
Fjárhlut allan flutti heim til fylkis hallar
kátar glöddust kempur snjallar
kóngsins sveitir drukku allar.

Óskráð
13.
Ríman
Margir voru hjá vísi vitrir vopna runnar
tala þeir beint um bóndann Gunnar
Bárði voru hans listir kunnar.

Óskráð
14.
Ríman
Eitt sinn leiddi Bárður björn fyrir buðlungs sæti
ágætt dýr með alls kyns mæti
einka vænt og stórt á fæti.

Óskráð
15.
Ríman
Blíðum orðum Bárður þá til buðlungs vendi
greiða vil ég gramur af hendi
Gunnar yður dýrið sendi.

Óskráð
16.
Ríman
Annan dag vill kappinn kalla kónginn fína
milding inn í málstofu sína
mun þá verða fleira tína.

Óskráð
17.
Ríman
Seggurinn fékk þá sjóla vænum síðar hóti
það var tafl með tvennu móti
tigið og prýtt með nöðru grjóti.

Óskráð
18.
Ríman
Þegninn leggur á þengils borð í þriðja tíma
vel þetta reikna ríma
rostungs haus með ægis bríma.

Óskráð
19.
Ríman
Halurinn skoðar og heldur lengi á hausi fínum
hann var grafinn með Grettis línum
og gylltur með öllum tönnum sínum.

Óskráð
20.
Ríman
Hér næst spurði buðlung Bárð af blíðum létta
hvað vill Gunnar hafa fyrir þetta
hann skal ekki í neinu pretta.

Óskráð
21.
Ríman
Auðar lundurinn andsvar lét þá enn til reiða
rekkar vildu Ref þar veiða
ræsir legg til nokkurn greiða.

Óskráð
22.
Ríman
Í óbyggðir fór nýtur norður nistir skíða
veglit gerði hann virki smíða
virðar mega þar ekki á stríða.

Óskráð
23.
Ríman
Fyrðar vorir fluttu þangað funann brenda
hljóp þar vatn úr hverjum enda
er hreysti maðurinn tók senda.

Óskráð
24.
Ríman
Það hef ég frétt þengill ríkur það til lagði
sljór er ekki en slægur í bragði
slíkt eru menn kóngurinn sagði.

Óskráð
25.
Ríman
Hilmir spurði hvernig þetta hauðrið lægi
Bárður sagði beint við ægi
byggt hafi virkið Refur hinn frægi.

Óskráð
26.
Ríman
Þá mega skatnar skrýða sig með skjalda nöðrum
húsið stendur hátt á jöðrum
hver mun stokkurinn lúta öðrum.

Óskráð
27.
Ríman
Úr jöklum hefur hann vatni veitt með visku ráði
seggurinn því sitja á láði
síðan þangað lækurinn náði.

Óskráð
28.
Ríman
Fyrðar mega þar finna skurð á fríðri grundu
lýðir hitta læk stundu
er lekur úr þeirri jarðar undu.

Óskráð
29.
Ríman
Fljótlega búa til ferjur tvær í ferð svo langa
þar skulu á tvennir tólf menn ganga
tiginn ansar reynir spanga.

Óskráð
30.
Ríman
Aðrir tólf skulu búa til bál þá brennur skemma
þá mun verða reykur og remma
rekkar mega svo lækinn stemma.

Óskráð
31.
Ríman
Ekki er víst hvort unninn verður eyðir spjóta
þér munuð undan hrökkva hljóta
hann mun sinnar giftu njóta.

Óskráð
32.
Ríman
Ef þú garpur til Grænlands fer þig grípur dauði
ferlega muntu firður auði
falla úr benjum lögurinn rauði.

Óskráð
33.
Ríman
Við munum aldrei síðan sjást kvað sjóli frægur
þú munt hljóta dauða dægur
drengurinn mun þér verða slægur.

Óskráð
34.
Ríman
Eiga vilda ég æðri spá kvað eyðir stála
heldur en þiggja harðan mála
og hreppa dauða Refs í skála.

Óskráð
35.
Ríman
Um vorið sigldi Bárður burt úr buðlungs ríki
nóg hefur kappinn nöðru síki
nauðin trúi ég honum víki.

Óskráð
36.
Ríman
Traustir frá ég tvennir þangað tólf menn komu
bræður tóku búast við rómu
bresta mun þeim vopna hljómur.

Óskráð
37.
Ríman
Ýtar báru eld virki uppi og niðri
hljóp þar vatn úr hverju fiðri
heldur er vott í skemmu niðri.

Óskráð
38.
Ríman
Stóra litu þeir stokka þrenna standa í jörðu
þeir hafa valdið vatni hörðu
vísis ráðum kappar gerðu.

Óskráð
39.
Ríman
Kemur á virkið karskur maður og klókur í bragði
auðar lundurinn ekki þagði
og eftir spyr hver ráðin lagði.

Óskráð
40.
Ríman
Bárður svaraði beint á mót þeim bónda fínum
hér skaltu með hörðum pínum
hanga upp yfir bólstað þínum.

Óskráð
41.
Ríman
Bóndinn ansar bauga lundi beint hinn svinni
hanga mun ég ei hér sinni
heiftum þínum trúi ég linni.

Óskráð
42.
Ríman
Allt er þetta innt og greint með afrek sönnum
brak var þá hjá bóndans mönnum
bráðlega dettur virkið hrönnum.

Óskráð
43.
Ríman
Allir urðu ýtar þessir undan lúta
fors kom mikill og flæðar púta
fram á æginn strýkur skúta.

Óskráð
44.
Ríman
Bóndinn talar við synina sín með sóma snjöllum
bana vill beita Bárður oss öllum
brytja verður hann völlum.

Óskráð
45.
Ríman
Seggir vilja sækja oss á síldar bárum
drengir mæta djúpum sárum
damla skalt þú Björn í árum.

Óskráð
46.
Ríman
Strenginn högg þú Steinn í sundur í stála morði
þá mun sýnt með sönnu orði
seglið falli niður borði.

Óskráð
47.
Ríman
Okkar fundi ekki Bárður enn skal hæla
það skulu höldar mega mæla
mig mun ekki kappinn fæla.

Óskráð
48.
Ríman
Strauk Bárður á stóran sjó og stóð ei lengi
sárar trúi ég hann sorgir fengi
sína kveður hann röskva drengi.

Óskráð
49.
Ríman
Ekki mun illskan lengi inni gróa
Bárður hleypti um breiðan flóa
bæði gerði sigla og róa.

Óskráð
50.
Ríman
Mætast skipin og mæli ég slíkt á miðju flóði
þeim hleypir saman með hörðum móði
hvatti spjótið Refur hinn fróði.

Óskráð
51.
Ríman
Skjalda lundurinn skýtur þá svo skjótt þegnum
broddurinn smýgur Bárð í gegnum
við beiskum tók hann dauða megnum.

Óskráð
52.
Ríman
Gunnar lítur grimmleg þessi geira undur
sér gjörla seima lundur
sár er orðinn þeirra fundur.

Óskráð
53.
Ríman
Kappinn mælti karskur þá og kænn til víga
vér skulum láta seglið síga
sýnast mun þá snekkjan skríða.

Óskráð
54.
Ríman
Röskur talar við rekka sína reynir skjalda
ekki munum vér eftir halda
ægis rúm er mikið kalda.

Óskráð
55.
Ríman
Gunnar talaði greitt er heyrðu gumnar snjallir
lýðir taka letjast allir
líti þér á sjávar fallið.

Óskráð
56.
Ríman
Byrinn allvel brögnum þeim í báru hrindur
miklu er það meiri vindur
megi hann prísa lýða kindur.

Óskráð
57.
Ríman
Höldar láta hlunna björninn heim þá geisa
mætti verða mætari reisa
mikil er þessi skömm og hneisa.

Óskráð
58.
Niðurlag
Ljúfir minntust lýðir þess um langan tíma
seggir taki Suðrar bríma
sjötta verður falla ríma.

Óskráð

Króka-Refs rímur, 6. ríma