Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
Lemmata   |   Textatengsl   |   Ordbog β  

Króka-Refs rímur, samlestur við AM 146 a 8vo (F²)

8. ríma
Óþekktur höfundur
Grundvallartexti
AM 146 a 8vo (F²)
1.
Formáli
Gleymi ég næsta grimmri þrá
gamna ég mér óði
fæst ég ei við falda
farin er ást af móði.

Óskráð
2.
Formáli
Víslega mega því valda fljóð
veit ég það með öllu
rataða ég í þann sorgar sjóð
er svall í minnis höllu.

Óskráð
3.
Formáli
ég því ekki menja
mansöngs diktinn færa
lofað er mér svo lítt sjá
lauka Gefni skæra.

Óskráð
4.
Formáli
Brýst ég við byrja óð
beint til allra ferða
kveð ég því ekki um kurteist fljóð
kærleikslaust vill verða.

Óskráð
5.
Formáli
Hirði ég ekki hryggð grát
um hringa lindi semja
fríðan ætla ég Fjölnis bát
með fögrum árum lemja.

Óskráð
6.
Ríman
Hitt var fyrr hvarf ég frá
Haraldur kóngur reiddist
vil ég það fyrir virðum tjá
víglýsingin greiddist.

Óskráð
7.
Ríman
Haraldur kóngur hann er vitur
hermt er slíkt í ljósi
það hef ég spurt sikling situr
svinnur í Niðarósi.

Óskráð
8.
Ríman
Allt er dælla eftir sjá
öðling talar hann þarfi
stórum hef ég þar stundað á
Steins er þessi arfi.

Óskráð
9.
Ríman
Nafngifta skal nýtan mann
með þessu máli
Króka-Ref skulum kalla hann
er kann vega með stáli.

Óskráð
10.
Ríman
Sikling tók þá svo til máls
var fæstra líki
útlægur skal eyðir stáls
af öllu mínu ríki.

Óskráð
11.
Ríman
Öðling talar við Eirek þá
ætla ég þig senda
dragðu snekkju um djúpan sjá
í Danmörk muntu lenda.

Óskráð
12.
Ríman
Þín er skyld kvað þengill skýr
þangað víst stefna
blíður átt þú bauga Týr
bróður þíns hefna.

Óskráð
13.
Ríman
Eirek býst með ýta sín
og ætlar í burt halda
mun hann af því fulla pín
fleygir grænna skjalda.

Óskráð
14.
Ríman
Frá því hvarf ég fyrst um stund
er fyrri átti ég segja
seggurinn kemur Sveins á fund
mun ekki þegja.

Óskráð
15.
Ríman
Komu þeir á kóngsins fund
kappar þessir allir
görpum veitti Grettis mund
glöddust ýtar snjallir.

Óskráð
16.
Ríman
Garpurinn býður gengið sítt
göfugur vænum stilli
við það gladdist fólkið frítt
fullur af mekt og snilli.

Óskráð
17.
Ríman
Heilráður var hilmir
hraustur drengjum snjöllum
það skal fyrst af tiggja tjá
hann tók við feðgum öllum.

Óskráð
18.
Ríman
skal segja Eirek ef
austan gerði venda
byrinn allvel brögnum gaf
brátt vill þannig lenda.

Óskráð
19.
Ríman
Lýsa verður lítið spjall
liggja menn á sandi
hokrar þeim hækju karl
haltur ofan úr landi.

Óskráð
20.
Ríman
Hvítur sýndist hærum af
hringa lundurinn þessi
gamall og bjúgur gekk við staf
greini ég slíkt í versi.

Óskráð
21.
Ríman
Spurði Eirek spaklega þann
spjalda lundurinn þessi
gamall og bjúgur gekk við staf
greini ég slíkt í versi.

Óskráð
22.
Ríman
Aura stóra ég þér gef
svo allvel máttu lóga
finna skaltu fyrir mig Ref
og peninga nóga.

Óskráð
23.
Ríman
Kappinn ansar kænn við sverð
ég kunni slíkt skýra
þá vil ég ráða þegna ferð
og þessu fólki stýra.

Óskráð
24.
Ríman
Ætlað hef ég mér eyri gulls
út af hverjum manni
kappar hafa keypt til fulls
klókur er þessi granni.

Óskráð
25.
Ríman
Bragnar magna brodda él
búið er skemmra hóti
hundrað manna herklætt vel
hleypti þeim á móti.

Óskráð
26.
Ríman
Ýtar frömdu eggja hríð
og orrustu reyndu snarpa
sterkir vöktu stála hríð
við stolta Eireks garpa.

Óskráð
27.
Ríman
Róman þessi röskleg var
Refur er búinn til víga
ýtar grípa Eirek þar
en aðrir flestir hníga.

Óskráð
28.
Ríman
Höfðu upp á annes eitt
afreks drengi stinna
heldur varð þeim hér um greitt
hölda þessa vinna.

Óskráð
29.
Ríman
Man ég það fyrr kvað málma Týr
ég meidda hann illa Grana
vil ég ei segir drengurinn dýr
deyða þig til bana.

Óskráð
30.
Ríman
Líf skal veita laufa meið
kvað lestir blárra geira
seggurinn skaltu sverja eið
og svíkja oss aldrei meira.

Óskráð
31.
Ríman
Víst er þessi verkin stór
vinnur Refur hinn frægi
Eirek frá ég eiða sór
angrið trúi ég lægi.

Óskráð
32.
Ríman
Kempan ansar körsk og svinn
kunni eftir spyrja
kennir þú ekki kompán þinn
er kaupskap réð byrja.

Óskráð
33.
Ríman
Garpurinn talar gjarn við skref
er gleymt hefur súta kífi
sýna ég þér segginn Ref
og syni hans alla á lífi.

Óskráð
34.
Ríman
Haraldi skaltu herma það
halurinn talar af snilli
hef ég lítið lagt í stað
og launað nokkuru stilli.

Óskráð
35.
Ríman
Byrðing fékk hann bauga lund
bragnar mega það skilja
sigldi hann burt á samri stund
af sjálfs síns eigin vilja.

Óskráð
36.
Ríman
Talar við þennan traustan hal
tel ég ei á því vandi
Sigtrygg skal þig seggja val
síðan nefna í landi.

Óskráð
37.
Ríman
Öðling talar við odda grér
ekki tel ég hann snauðan
gullhring einn vil ég gefa þér
gæddan silfri rauðan.

Óskráð
38.
Ríman
Gæfan fylgdi garpi þeim
gjörvöll með sóma
Sanctum Petrum sótti heim
sérlega út í Róma.

Óskráð
39.
Ríman
Ætlar hann með afli og þrótt
aftur þaðan venda
garpurinn fékk svo gilda sótt
hún gerði lífsins enda.

Óskráð
40.
Ríman
Á Frakklandi er svo fagurleg jörð
fræðið talar í einu
Párisborg með prýði gjörð
plöguð með valdi hreinu.

Óskráð
41.
Ríman
Heiðurs maðurinn hvílir þar
hans mun sálin gista
hjá drottni þeim sem deyddur var
og drengir gerðu nista.

Óskráð
42.
Ríman
Það segja Suðrar tón
svo trúi ég bókin greini
erkibiskup Afsalón
út er kominn af Steini.

Óskráð
43.
Ríman
Björn hefur hvorki sorg sút
Sveini þjónaði lengi
Þormóður fór til Íslands út
og efldi sína drengi.

Óskráð
44.
Ríman
Mikil er ætt af mönnum þeim
það gjörla skýra
bæði þeir silfur og seim
sóma og gullið dýra.

Óskráð
45.
Ríman
Grettis máls hin glæsta hlíð
geymi óðinn þennan
bóndinn taki og brúðurin fríð
braginn gjörla kenna.

Óskráð
46.
Niðurlag
Garpar hafi góðan frið
gefi oss Jésús sátta
hér mun ég skilja hróðurinn við
hverfi ríman átta.

Óskráð

Króka-Refs rímur, 8. ríma