Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
opin leit
orð byrjar á
orð endar á
nákvæmlega
mörg orð: öll
mörg orð: amk eitt
lok vísuorðs
Fletta
Lemmata
|
Textatengsl
|
Ordbog
β
Vilmundar rímur viðutan
— 5. ríma
—
Óþekktur höfundur
Lemmata
|
Textatengsl
umgjörð
ríman
1
.
Formáli
Hér skal semja Suðra kugg af Sónar blandi
fleyta honum upp að fræða landi.
Skoða...
2
.
Formáli
Má ég ei ferma mærðar bát af mælsku gæðum
af er ég horfinn afmors kvæðum.
Skoða...
3
.
Formáli
Bestings flýtur bragða knörr við bryggju orða
skrýddur allur Skrímnis forða.
Skoða...
4
.
Formáli
Hauka Óðins hygg ég sinn á hvorum stafni
fruktaðir allir Fjölnis drafni.
Skoða...
5
.
Formáli
Hans er reiðinn reyrður allur Rögnis býti
Kjalars og bundinn kvæða hnýti.
Skoða...
6
.
Formáli
Seglin öll eru saumi dregin af Suptungs fengi
vönduð öll með Veneris gengi.
Skoða...
7
.
Formáli
Hárs er rá við húna sett og Herjans smíði
kuggur er búinn á kvæða víði.
Skoða...
8
.
Formáli
Týrs er flaug með trausti rétt úr toppi miðjum
orðum skrýdd af æsa niðjum.
Skoða...
9
.
Formáli
Berlings ferjan bíði fyrst hjá bragða seggjum
sú fyrr var hlædd með fræða dreggjum.
Skoða...
10
.
Formáli
Svo flýtur þessi Frosta björn með Fjölnis minni
ég legg þar ei til lengur að sinni.
Skoða...
11
.
Ríman
Víkjum til þar Vilmund sefur í vífa ranni
sá bauð ótta mörgum manni.
Skoða...
12
.
Ríman
Garpurinn sefur grímu alla glaður til enda
til vísis dóttur verður að venda.
Skoða...
13
.
Ríman
Skarlats þöllin skipaði honum af skemmu að ganga
ef drengurinn vill ei dauðann fanga.
Skoða...
14
.
Ríman
Vil ég þér inna af vorum draum að Vilmund sagði
þorngrund játar þessu að bragði.
Skoða...
15
.
Ríman
Ég þóttumst blífa í þínum ranni þorngrund bjarta
horfða ég út á humra parta.
Skoða...
16
.
Ríman
Leit ég margan ljótan sýr að landi renna
felmturs fullt af fólk í landi.
Skoða...
18
.
Ríman
Gölturinn sá var geysi stór er gekk fyrir svínum
rotaði hart með rananum sínum.
Skoða...
19
.
Ríman
Ofan af landi sá ég nokkru síðar hóti
bjarndýr renna bukka á móti.
Skoða...
20
.
Ríman
Rauðkinnótt var rammlegt dýr með röskri lundu
skundar hratt að Skeljungs grundu.
Skoða...
21
.
Ríman
Réðst hann þessum raka á mót og rifust í sundur
mér þótti harður þeirra fundur.
Skoða...
22
.
Ríman
Gölturinn meiddi hinn mikla björn og mestu deyddi
síðan dýrið sárin neyddi.
Skoða...
23
.
Ríman
Kóngsins dóttir kom ég að þér og kvinnum fínum
bar ég þig undir bjálfa mínum.
Skoða...
24
.
Ríman
Nú hef ég innt minn allan draum fyrir yður að sinni
línþöll kveðst hann leggja í minni.
Skoða...
25
.
Ríman
Það mun merkja þennan draum kvað þorna tróða
ég ætla þú komir oss til góða.
Skoða...
26
.
Ríman
Vilmund skaltu vitja mín kvað vífið djarfa
um það þig brestur þér til þarfa.
Skoða...
27
.
Ríman
Vertu hér kvað veiga Hnoss hjá vorum feður
þér mun ég bjarga ef þarftu meður.
Skoða...
28
.
Ríman
Þegninn frá ég að þakkar allvel þorna Hildi
Vilmund gekk þá vel sem vildi.
Skoða...
29
.
Ríman
Rekkurinn gekk af ranni í braut og ristil kvaddi
auðþöll hann með orðum gladdi.
Skoða...
30
.
Ríman
Þegar hann kom úr kastala út frá kvintu mengi
margt leit ekki manna gengi.
Skoða...
31
.
Ríman
Vilmund sér að veður er bjart um veguna fína
og sól yfir trausta turna skína.
Skoða...
32
.
Ríman
Leist honum þetta landið fagurt með laufum grænum
hús og borg með hagleik vænum.
Skoða...
33
.
Ríman
Tiggja sér hann trausta höll með turnum fríðum
fáguð öll með fofnis hlíðum.
Skoða...
34
.
Ríman
Vilmund ekki vissi af því hvar var hann að kveldi
grams frá dóttur gekk af veldi.
Skoða...
35
.
Ríman
Hús eitt finnur halurinn nokkuð hrumþvengs stétta
vill hann þangað víkja af létta.
Skoða...
36
.
Ríman
Svalaði reyk úr ranni þeim að rekknum fróða
þar elda konan var inni að sjóða.
Skoða...
37
.
Ríman
Í kötlum mörgum komið var slátur í kokkhús veldi
allir voru þeir upp yfir eldi.
Skoða...
38
.
Ríman
Yfir blossann innar bráðlega gekk sá bugaði lýði
hann sest á hnakk með sæmd og prýði.
Skoða...
39
.
Ríman
Inn gekk kona sú átti að ráða elda ranni
þungan svip hefur þessi svanni.
Skoða...
40
.
Ríman
Sveðjan þessi að seggnum gekk í samri stundu
og þreif til hans með þungri lundu.
Skoða...
41
.
Ríman
Harðlega greip til hjörva lunds sem hæfir fóli
og buskar honum í burt af stóli.
Skoða...
42
.
Ríman
Vilmund féll í ösku ofan með illu hóti
fastlega tók hann fljóði í móti.
Skoða...
43
.
Ríman
Halurinn tók um háls á snót svo hart réð kenna
með annarri réð hann arm að spenna.
Skoða...
44
.
Ríman
Seggurinn kreisti sætu háls sá safnar baugum
vatnið dundi vakurt af augum.
Skoða...
45
.
Ríman
Lagði hann fast að ljúfu hönd með lófa skerjum
nú spratt blóð af nagli hverjum.
Skoða...
46
.
Ríman
Sá hann í augu á silki grund sá seggurinn kyrri
hann þóttist sætu séð hafa fyrri.
Skoða...
47
.
Ríman
Vandlega hugði halur um sprund hinn hyggju hreini
sem hjá fljóðum leit hann fyrri í steini.
Skoða...
48
.
Ríman
Drengurinn sleppti dregla grund hinn dygðar fúsi
bráðlega gekk í burt af húsi.
Skoða...
49
.
Ríman
Annað hús að halurinn fann sá frægð vill stunda
sá hann þar marga seima lunda.
Skoða...
50
.
Ríman
Undrast þetta arfi karls sá ýta blekkti
öðlings manninn engan þekkti.
Skoða...
51
.
Ríman
Halurinn lítur hölda flokk í húsið ganga
eftir þeim rann eyðir spanga.
Skoða...
52
.
Ríman
Fyrri sá hann ei fleiri menn í flokkum renna
heldur en garpa hópinn þennan.
Skoða...
53
.
Ríman
Þessir gengu í glæstan rann þar gramur réð sitja
þangað gerði Vilmund vitja.
Skoða...
54
.
Ríman
Halurinn gekk á hallar gólf og heilsar ekki
lofðung hugði að laufa hnekki.
Skoða...
55
.
Ríman
Kappinn hugði karskur í lund að kóngshöll væri
slöngvir gulls sá slíkar færi.
Skoða...
56
.
Ríman
Þar var borð á báðar hendur í buðlungs höllu
fágaðir dúkar frænings mjöllu.
Skoða...
57
.
Ríman
Trapissa stóð í tiggja höll með tign og sóma
könnur og staup með kólgu ljóma.
Skoða...
58
.
Ríman
Skjöldung biður að skenkja honum af skála straumi
þar hirðin sat með gleði og glaumi.
Skoða...
59
.
Ríman
Drengurinn tók við drafnar runn í döglings ranni
hann drekkur af með dýrum sanni.
Skoða...
60
.
Ríman
Stöðvast síðan stikla foss í stillis höllu
þar lofðung sat með liðinu öllu.
Skoða...
61
.
Ríman
Að ætt og heiti öðling spyr þann örva stefni
Vilmund sig fyrir vísir nefnir.
Skoða...
62
.
Ríman
Frá föður og móður fór ég fyrst kvað fleina lestir
sikling segir að svo munu flestir.
Skoða...
63
.
Ríman
Fylkir spyr hvert fara skal býtir frænings sveita
garpurinn segist að Gæfu leita.
Skoða...
64
.
Ríman
Vísir spurði veigi stáls þann varla er skræfa
hilmir spyr hvað heitir Gæfa.
Skoða...
65
.
Ríman
Föður míns geit er furðu stór kvað fleygir gerða
öðling mun ég það inna verða.
Skoða...
66
.
Ríman
Kiðunum þremur hún kann að veita karska fæðu
vil ég það inni í vorri ræðu.
Skoða...
67
.
Ríman
Brosti síðan buðlungs þjóð að bauga stilli
skjótt mun svikanna skammt á milli.
Skoða...
68
.
Ríman
Maður kom inn í mildings höll svo mikill að líta
býsna digur er beygir ríta.
Skoða...
69
.
Ríman
Rammur að afli Ruddi var við ræsis þræla
fullur drambs og flestra véla.
Skoða...
70
.
Ríman
Ófrýnn þótti öðlings þjóðum örva spillir
Ruddi kvaddi ríkan stilli.
Skoða...
71
.
Ríman
Loddarinn illa leit til þess að lýðir ei þekkja
sagði hann mundi sikling blekkja.
Skoða...
72
.
Ríman
Glópurinn þessi gekk að þeim sem að Gæfu leitar
og svo hann til orða reitar.
Skoða...
73
.
Ríman
Þinn er gaurinn gestur kóngs kvað gyðju arfi
þegnum gerir ei gott með starfi.
Skoða...
74
.
Ríman
Buðlungs dóttur blygða hyggur býtir geira
segja má ég þó sikling fleira.
Skoða...
75
.
Ríman
Fjóra barði hann frúinnar menn svo fjörvi týndi
ýtum fleirum ógnir sýndi.
Skoða...
76
.
Ríman
Þessi gekk í glæstan rann að gullhlaðs skorðum
þar öðlings dóttir er inni að borðum.
Skoða...
77
.
Ríman
Frá vífunum rænti hann vist og drykk sá vigra beitir
forráða hugði hann frúinnar sveitir.
Skoða...
78
.
Ríman
Slammi hefur sofið hjá slöngu gulls með slægð og pretta
því skal gaurnum gjalda þetta.
Skoða...
79
.
Ríman
Væri Hjarandi frægur heima í föður síns höllu
hengja léti hann hann með öllu.
Skoða...
80
.
Ríman
Ræsir segir að refsa skuli hann randa meiði
þessu játar þegninn leiði.
Skoða...
81
.
Ríman
Gumnum verður geysi kátt að garpa spjalli
vomurinn heitir að Vilmund falli.
Skoða...
82
.
Ríman
Þá drengjum líður hin dökkva njól en dagur vill skína
þá skulu virðar Vilmund pína.
Skoða...
83
.
Ríman
Knálega treystir karlsson sér og kvíðir ei dauða
þó honum ýtar afli nauða.
Skoða...
84
.
Ríman
Vilmund segir að veð muni þetta verða að halda
brosti kóngur að býti skjalda.
Skoða...
85
.
Ríman
Fylkir segir sér feili lítið fleygir gerða
ódeigur mun eyðir sverða.
Skoða...
86
.
Ríman
Ræsir segir að Ruddi þurfi að reyna hreysti
kauðinn sér við kappann treysti.
Skoða...
87
.
Ríman
Vomurinn segir að Vilmunds hold skulu vargar spenna
þegar að allskær upp vill renna.
Skoða...
88
.
Ríman
Fyrir buðlung gengu bragnar tólf og búnir stáli
þessir eru prýddir Þjassa máli.
Skoða...
89
.
Niðurlag
Hjarranda bauð hilmir glaður með hópinn þennan
Týrs skal lögur að tönnum renna.
Skoða...
<< fyrri ríma
Vilmundar rímur viðutan, 5. ríma
næsta ríma >>