Karel
— Rannsóknarvettvangur rímna
Lemmata   |   Textatengsl   |   Ordbog β  

Andra rímur

Pappírshandrit sem talið er skrifað á síðari hluta 17. aldar.

Handritið inniheldur einungis Andra rímur og eru þær 13.

Tvær hendur eru á handritinu. Fyrri skrifarinn skrifar fyrstu sex rímurnar og megnið af þeirri sjöundu. Seinni skrifari tekur við á 33r og skrifar niðurlag sjöundu rímu og til enda.

Fyrri skrifarinn skrifar mjög flúrað og ekki alltaf læsilega. Bönd eru einhver en ekki notuð mjög reglulega, og oft er snúið að gera greinamun á flúri og böndum. Seinni skrifarinn skrifar mun skýrar og agaðar.

Sá fyrri aðskilur erindi með bili í línu eða með skrauti, en sá síðari aðskilur erindi með // og stundum //. eða //:. Báðir skrifa griporð við síðuskil en sá fyrri er gjarn á að skrifa síðasta orð á síðu fyrir neðan neðstu línu frekar en griporð, og í einhverjum tilfellum skrifar hann annað orð en upphafsorðið á næstu síðu, sbr. I.22.2 þar sem hann skrifar landi sem griporð en sandi sem upphafsorð næstu síðu.


Útgáfa:
Andra rímur er að finna í eftirfarandi handritum: AM 603 4to (H) , Holm. perg. 4to nr 23 (J) , AM 145 8vo (F¹) , AM 610 c 4to , AM 129 8vo (129) , AM 616 b 4to (F⁴) , AM 146 a 8vo (F²) , BL Add 11175 II. , Holm. papp. 8vo nr 2 (H²) , Holm. papp. 4to nr 1 (H¹) , AM 604 4to (S) , AM 440 a 12mo , AM 609 b 4to (F³) , AM 1040 4to , ÍB 634 8vo , Lbs 287 fol. , Lbs 1370 8vo , Lbs 955 8vo , Lbs 2313 8vo , Lbs 327 8vo , ÍBR 58 4to , JS 381 4to , Lbs 1219 4to , Lbs 4189 4to og Lbs 1960 4to .